Sendu gestina heim með nesti og bjargaðu þynnkunni

Komdu í veg fyrir höfuðverk vina þinna með nokkrum verkjatöflum.
Komdu í veg fyrir höfuðverk vina þinna með nokkrum verkjatöflum. Ljósmynd/Colourbox

Það fullkomnar brúðkaupsveisluna að gefa brúðkaupsgestum gleðipoka í lok kvölds. Það er engin þörf á að leika Opruh Winfrey og gefa flugmiða eða bíl. Það er góð hugmynd að setja nokkra litla hluti sem nýtast í þynnkunni daginn eftir veisluna.

Þakkarkort!

Allar líkur eru á því að brúðkaupsdagurinn verði besti dagur lífs ykkar og er það ekki síst vegna þess að fólkið ykkar mætti til að skemmta sér með ykkur. Skrifið lítil þakkarbréf og setjið í alla poka. 

Verkjatöflur!

Það er sniðugt ráð að lauma eins og tveimur verkjatöflum eða Treo. Það er ekki ólíklegt að nokkrir gestir vakni með höfuðverk daginn eftir brúðkaup. Það er lykilatriði að setja töflurnar í sætan poka en ekki gefa heilan íbófen-kassa. Þetta á umfram allt að vera sætt og skemmtilegt.

Litlir pokar eru sniðug lausn fyrir verkjatöflur.
Litlir pokar eru sniðug lausn fyrir verkjatöflur.

Orkudrykkur!

Góður orkudrykkur kemur sér vel daginn eftir langa nótt. Verið viss um að daginn

Sælgæti!

Það er mikilvægt að senda gestina heim með smá gotterí. Gestirnir geta borðað góðgætið þegar heim er komið eða beðið með það til morguns. Gott nammi, súkkulaði eða jafnvel popp í poka kemur til greina. Ef þú ert í hollu deildinni má alveg gefa epli eða appelsínu.

Dekurvörur!

Þegar fólk vaknar þreytt og bólgið eftir brúðkaup ársins er gott að eiga maska eða góða baðbombu. Það þarf ekki að vera dýrt að lauma nærandi andlitsmaska í pokann. Það má einnig gefa litlar túpur af fótakremi eða handáburði.

Andlitsmaski frá Neutrogena fæst í Hagkaup og kostar 669 krónur.
Andlitsmaski frá Neutrogena fæst í Hagkaup og kostar 669 krónur.
Epsom-salt sem fær þig til að slaka í baði eftir …
Epsom-salt sem fær þig til að slaka í baði eftir nótt á dansgólfinu. Lítill poki fæst í Hagkaup og kostar 1.849 krónur.

Magnkaup!

Hugurinn skiptir meira máli en það sem er ofan í pokanum. Það er tilvalið að kaupa nammi í stórum pökkum og skipta því niður í litlu pokana. Þar með verður allt voða settlegt og fínt og kostnaðurinn verður minni.

Útdeilið pokaverkefninu!

Vinir og vandamenn eru yfirleitt tilbúnir að gera allt fyrir verðandi brúðhjónin. Fáið nokkra til að hafa umsjón með pokaverkefninu.

Gott nammi í gleðipokanum gleður alla.
Gott nammi í gleðipokanum gleður alla. Ljósmynd/Unsplash.com/Jacqueline Brandwayn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál