70% Íslendinga nota lyf að staðaldri

Evert Víglundsson er gestur Kristínar Sifjar í Dagmálum. Evert hefur um margra áratugaskeið verið einn fremsti líkamsræktarfrömuður landsins. 

Evert hefur lengi haft áhyggjur af heilsufari og heilbrigði Íslendinga og segir það varla geta talist eðlilegt að um það bil 70% noti lyf að staðaldri.

Hann segir einnig að sjúkdómar ættu að vera undantekning hjá fólki en ekki algengar en það að vera heilbrigður. 

Evert segir ástæðuna fyrir hárri tíðni sjúkdóma og lyfjanotkunar hér á landi sé vegna óheilbrigðs lífstíls sem Íslendingar hafi tamið sér og miklar breytingar hafi orðið í þeim efnum síðustu 50 ár.

„Við höfum aldrei verið veikari,“ segir Evert og hefur áhyggjur af þróuninni.

Heilsan hefur týnst!

Að mati Everts er heilbrigðiskerfið löngu orðið úrelt. Það segir hann ekki jákvætt í baráttunni um að bæta heilsufar Íslendinga.

„Við erum frábær í „akút“ ástandi eins og að bjarga fólki út bílsslysum. En heilsan hefur alveg týnst.“ 

Líkt og Evert kemur inn á hefur læknisfræðinni fleygt fram og meðalaldur hækkað en fólk lifir lengur veikt og í vanlíðan. Hann segir hátt hlutfall fólks sem notar lyf að staðaldri augljós sönnun þess að meirihluti fólks lifi veikt mögulega meirihluta ævinnar.

Léleg afsökun að segjast ekki hafa tíma til að huga að heilsunni

„Við þurfum að forgangsraða, við þurfum öll að vinna. Það var enginn sem sagði að þetta væri auðvelt en þetta verður auðveldara því lengur sem þú gerir það,“ segir Evert þegar hann er spurður hvernig hann myndi svara fólki sem segist ekki hafa tíma til að hreyfa sig eða borða hollt.

„Það sem skiptir öllu máli til að ná árangri er ástundun“ segir Evert. „Það eru engin töfralyf, matar- eða æfingaprógrömm sem bjarga málunum.“ 

Fjöldi kílóa ekki mælikvarði á hamingju

Evert segir að heilbrigður lífstíll, heilsa, vellíðan og hamingja snúist ekki um að missa kíló og að við eigum að hætta að eltast við að missa kíló.

„Að keppast um að missa kíló er ekki heilbrigt.“

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt ger­ast áskrif­andi að vikupassa Dag­mála.

Smelltu hér til að horfa á Dag­mál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda