Bresk stjarna varar við fitusogi

Malin Andersson breytti um lífsstíl og lagði allt sitt í …
Malin Andersson breytti um lífsstíl og lagði allt sitt í heilsuna. Skjáskot/Instagram

Breska Love Island-stjarnan Malin Andersson varar fólk við lýtaaðgerðum. Í nýlegri færslu sinni á Instagram sýnir hún magann sinn sem henni finnst kekkjóttur og skrítinn eftir fitusog og tvær meðgöngur.

„Þegar maður fór í fitusog fyrir sjö árum, eignast tvö börn en maður er samt með mjög skrítna húð á maganum eftir fitusogið. Ég vil bara vara fólk við sem er að hugsa um að fara í fitusog, sérstaklega í Tyrklandi. Þetta er afraksturinn eftir sjö ár. Maður lifir og lærir. Skrítið hvernig ég hef lært að elska hvern krók og kima þrátt fyrir allan sársaukann. Ég vil bara ekki að aðrir geri sömu mistök og ég,“ segir Andersson í færslu sinni á Instagram.



Malin Andersson hefur lært að elska líkamann sinn þrátt fyrir …
Malin Andersson hefur lært að elska líkamann sinn þrátt fyrir misheppnað fitusog. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda