74 ára konu neitað um hjáveituaðgerð vegna heilsufars

Íslensk kona leitar ráða því hún má ekki fara í …
Íslensk kona leitar ráða því hún má ekki fara í hjáveitu og á í erfiðleikum með að mæla blóðþrýstinginn. AFP

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 74 ára gamalli konu sem veltir fyrir sér hvort fitusog myndi henta henni þar sem læknar neita henni um hjáveituaðgerð.  

Sæl.

Ég er 74 ára og er í mikilli yfirvigt. Mig langar að vita hvort ég gæti farið í fitusog með handleggina því þeir eru mjög sverir. Þarf stóran mælir þegar er verið að mæla blóðþrýstinginn en þeir treysta mér ekki í hjáveituaðgerð. 

Kveðja, 

MKL

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Leitt að heyra að þér er ekki treyst í hjáveituaðgerð. Sem betur fer eru nú á markaðnum nokkur lyf sem hjálpa fólki að léttast og flestir finna lyf sem hentar þeim. Stundum gera þessi lyf jafnvel hjáveituaðgerðir óþarfar. Þú ert velkomin á stofu til mín og skoða möguleika þín fyrir fitusogi á upphandleggjum. Sú aðgerð er vissulega minni en hjáveituaðgerð en samt svæfing og við þurfum að skoða það saman með mínum svæfingalæknum hvort að það sé eitthvað í þínu heilsufari sem komi í veg fyrir svæfingu. Ef mikil yfirþyngd er ástæðan fyrir því að þeir treysta þér ekki í aðgerðina þá gætu lyfin hjálpað þér og í kjölfarið yrði þér hugsanlega treyst í svæfingu. 

Með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál