Margrét Gnarr hefur verið edrú í sex ár

Margrét Gnarr hefur verið edrú í sex ár.
Margrét Gnarr hefur verið edrú í sex ár. Skjáskot/Instagram

Einkaþjálfarinn Margrét Gnarr deildi því með fylgjendum sínum á Instagram í gær að hún hafi verið án áfengis í sex ár. 

Í tilefni þess birti Margrét mynd af sér og syni hennar, en þau eru bæði með sex fingur á lofti og brosa út að eyrum. „6 ára edrú í dag. Hamingjusöm, glöð & frjáls,“ skrifaði Margrét við myndina. 

Glímdi við átröskun og vímuefnavanda

Nýverið opnaði Margrét sig um baráttuna við átröskun og vímuefnavanda í hlaðvarpsþættinum Sterk saman, en hún sagði frá ferlinum í fitness og hvernig hann samtvinnaðist við anorexíu, búlemíu og alkahólisma. 

„Ég fór á djammið á Spáni með bróður mín­um, hann keypti bjór og sagði „þú tek­ur næsta“ og ég hugsaði: „Ókei það virk­ar þá svo­leiðis.“ Hann keypti svo aft­ur og ég sagði: „Má ég fá þriðja?“ Ég hafði áður bara drukkið tvo og hélt að það væri bara þannig en eft­ir þetta skipti voru ófá skipti sem enduðu í „blac­kouti“,“ útskýrði Margrét í þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda