Svona kom Bridgerton-stjarna sér í formi

Luke Newton fór í átak fyrir þáttaröð þrjú.
Luke Newton fór í átak fyrir þáttaröð þrjú. AFP/ANDREA RENAULT

Leikarinn Luke Newton fer með aðalhlutverkið í þriðju þáttaröðinni af Bridgerton. Hann ákvað að taka sig á í mat og hreyfingu fyrir þáttaröðina en persóna hans er í betra formi þegar hann kemur til baka eftir ferðalag um Evrópu. 

Newton segir í viðtali við Men's Health hafa verið vanur að ganga með fullan disk af öllu eins og hann orðar það. „Ef það var kex var ég með fullan disk af kexi, eða kökum eða skonsum eða einhverju,“ sagði hann. Þessum ávana þurfti hann að breyta fyrir þriðju þáttaröð. 

„Mig langaði að breyta lífsstílnum aðeins fyrir þriðju þáttaröð og vildi fara í þáttaröðina með mikla orku,“ sagði hann. Þegar hann fékk handritið sá hann fljótt að líkamlegt atgervi persónunnar hefði breyst.

Fékk tilbúna rétti

Hann ákvað að borða meira af prótíni og minna af kolvetnum. Hann vildi þó ekki bara borða kjúkling, spergilkál og hrísgrjón og fékk þess vegna hjálp frá fyrirtækjum sem sjá um að matreiða hollan mat fyrir fólk. Hann segist hafa borðað mikið af lárperum sem hann elskar, hann borðaði líka mikið af eggjum og kjöti. 

Hann prófaði að fasta hluta úr degi. Sleppti því að borða morgunmat og borðaði í staðinn fyrstu máltíðina í hádeginu. Hann segir það einnig hafa hjálpað mikið að sleppa óþarfa snakki eða millimáli. Þegar hann var á tökustað borðaði hann morgunmat og byrjaði á prótínþeyting með bananabragði.

Luke Newton fer með aðalhlutverkið í þriðju þáttaröðinni af Bridgerton.
Luke Newton fer með aðalhlutverkið í þriðju þáttaröðinni af Bridgerton. AFP/ROBERT OKINE

Æfði líka vel  

Ásamt því að borða hollt hreyfði hann sig. Í staðinn fyrir að byrja daginn á æfingu tók hann æfingu eftir tökur. Honum fannst of erfitt að vakna snemma. Hann hljóp fimm kílómetra á dag, hann gerði svo brennsluæfingar og lyfti lóðum þar sem hann einbeitti sér að efri hluta líkamans. Eftir að tökum lauk hefur hann reynt að bæta við æfingum fyrir neðri hluta líkamans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál