Færð þú verk í hnéð við að ganga upp bratta?

Færð þú verk í hnéð þegar þú gengur upp bratta?
Færð þú verk í hnéð þegar þú gengur upp bratta? Samsett mynd

Mikið hlaupa- og útivistaræði hefur tekið yfir landann á síðustu mánuðum og mun eflaust ná hámarki í sumar þar sem fjölmargir hafa skráð sig í spennandi utanvegahlaup og krefjandi gönguferðir í sumar.

Það kannast líklega einhverjir við það að fá verk í hnéð við að ganga upp bratta, en það getur verið leiðinlegur og hamlandi kvilli. Sjúkraþjálfarinn Birkir Már Kristinsson birti á dögunum myndskeið þar sem hann fór yfir nokkur atriði sem geta hjálpað við að minnka eða jafnvel koma í veg fyrir verkinn.

Lausnin gæti verið einföld!

„Færð þú stundum verk í hnén við það að fara upp fjöll eða bara upp brekkur eða jafnvel upp stiga? Það gæti verið að það nægi að einfaldlega beita þér aðeins öðruvísi til að sleppa við þennan verk. Það fer að sjálfsögðu eftir hvers konar verkur þetta er og hvert meinið er, en ef þetta er bara tiltölulega lítill verkur sem kemur af og til að þá getur verið að þetta ráð hjálpi. 

Í fyrsta lagi, ekki teygja fótinn of langt fram af því að þá er álagið að koma áður en þú nærð að færa þungann yfir, þannig að það kemur miklu meira álag á fótinn svona heldur en ef þú byrjar bara einfaldlega hérna svona,“ segir Birkir og sýnir mismunandi skref í bratta, en álagið er hagstæðara ef skrefin eru minnkuð. 

„Í öðru lagi, mjög mikilvægt, þegar þú setur þunga á fótinn, ekki gera það fyrr en hællinn er kominn alveg í og þú setur þunga á hælinn og svo hallar þú þér fram og tekur skrefið. Ef þú ert að setja þungan hérna á meðan fóturinn er hérna, svona, þá reynir það meira á hnéð og hnéð hefur ekki sömu undirstöðu þannig að það er miklu betra fyrir hnén að fá hælinn í, halla fram og taka svo skrefið. 

Það getur verið að þetta hreinlega dugi til þess að þú losnir við þennan verk, eða alla veganna getur forðast hann mun betur. Og farðu svo bara að koma þér út, þetta er rosalegt, sumarið er komið!“ segir hann að lokum, en í myndskeiðinu sýnir hann einnig hvernig hægt er að beita sér mismunandi í skrefum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál