Leynitrix Chads Michaels Murray í ræktinni

Chad Michael Murray er í góðu formi.
Chad Michael Murray er í góðu formi. Skjáskot/Instagram

Það er langt síðan að Chad Michael Murray lék í One Tree Hill-þáttunum vinsælu en hann er enn þá í svakalega góðu formi. Hann segir hugurinn koma honum langt þegar kemur að líkamlegu atgervi. 

Það er mikið að gera hjá Murray en hann býr alltaf til tíma til þess að komast í ræktina. „Í gegnum árin hef ég lært að vera tilbúinn andlega og líkamlega fyrir næsta verkefni,“ segir Murray í viðtali við Men's Health.  

Murrey segir erfitt að svara því hvernig hann finnur tíma til að æfa þegar hann er að vinna. Hann er ekki bara upptekin kvikmyndastjarna heldur líka kvæntur þriggja barna faðir. Hann reynir að skipuleggja sig vel. Ef það er sérstaklega mikið að gera í vinnunni þá þarf hann jafnvel að æfa meira um helgar eða sofa minna. 

„Þegar ég fer í ræktina finn ég eitthvað sem ég þoli ekki, ég reyni svo að gera það að uppáhaldinu mínu. Svo akkúrat núna eru það sprettir úti á götu þegar það er mjög heitt.“

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Murrey æfa. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál