Var 20-30 kílóum of þung en samt með einkaþjálfara

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur.
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur og rithöfundur segir frá því hvernig líf hennar var þegar hún var 20-30 kílóum of þung. 

Ég var í meistaranámi í HÍ og var of þung og orkulaus. Ég borðaði mjög hollt og hreyfði mig alla daga enda átti ég lítinn einkaþjálfara, Border Collie-hund, sem ég labbaði með 1-2 tíma á dag. Samt var ég 20-30 kg of þung. 

Ég ákvað að finna mína eigin leið til að bæta heilsuna, léttast og öðlast meiri orku. Ég las meðal annars fullt af rannsóknum um næringu en á þessum tíma var blóðsykurstjórnun ekki komin í tísku. Ketó var í tísku en það hentaði mér ekki þannig ég ákvað að búa til fjögurra vikna prógramm og fara algjörlega eftir því. Að fjórum vikum liðnum leið mér eins og ég hefði fundið algjöra töfralausn á orkuleysinu. Ég var líka hamingjusamari og glaðari sem hafði ekkert með útlitið að gera. Fimm mánuðum seinna var ég orðin um 20 kílóum léttari. 

Þar sem þetta prógramm var aðeins á skjön við ráðleggingar embættis Landlæknis, þá ætlaði ég ekkert að gera frekar með þetta. En Albert Eiríksson vinur minn bað mig um að fá að prófa og eftir það var ekki aftur snúið. Hann keyrði með mér námskeið um tíma og þar með hjálpaði hann mér að koma þessu á koppinn. 

Þetta er íslenskur matur en samsetningin er útpæld og skammtastærðirnar til þess gerðar að virkja efnaskiptin. Það sem ég legg áherslu á er að finna orkuna, vellíðan og að líða betur í eigin skinni. Ég hef ekki lagt áherslu á að einstaklingar grennist á fjórum vikum, en það fylgir með ef farið er eftir þessu prógrammi. 

Það sem ég er þakklátust fyrir að fá frá þeim sem hafa tekið námskeiðið mitt er að allir tala um að þeim líði almennt betur og finni fyrir því hvernig lífskrafturinn kvikna aftur. 

Við þurfum að borða og nærast. Mikilvægast af öllu er að átta sig á því að skammtastærðir skipta máli. Maturinn þarf líka að vera fjölbreyttur til að við fáum sem flest næringarefni. 

Ég held að í þeim neysluheimi sem við lifum í í dag séu alltof margar að borða of stóra skammta og mörg okkar erum ekki að borða eins fjölbreytt og við teljum okkur gera. Hef til dæmis heyrt það hjá þeim sem eru á námskeiðinu mínu að þau fatti að þau hafa ekki borðað svona mikinn fisk síðan þau voru ung. Það mikilvægasta í þessu er að fræða og útskýra af hverju og hvers vegna. Hvað gerist með árunum ef við fáum ekki öll þau næringarefni sem líkaminn þarf. Það hefur áhrif og útkoman getur birts í vanheilsu eða sjúkdómum. 

Hér er hugmynd að matarplani fyrir einn dag fyrir fólk sem vill passa blóðsykurinn sinn:  

Morgunmatur: 

  • 1 tsk. eplaedik út í glas af vatni, á fastandi maga.
  • Vatn og/eða te fram að hádegi.
  • Einn svartur kaffibolli er líka í góðu lagi.

Klukkan 10.00: 

  • 1 tsk. kollagen út í glas af vatni, te- eða kaffibolla.

„Ég mæli líka með 1 msk. af rjóma út í kaffi eða 1 tsk. af kókosolíu út í volgt vatn eða jurtate, en þá ertu að fá góða orku með þér inn í daginn. Jurtateið má gjarnan vera piparmyntute, því piparmyntan hefur jákvæð áhrif á meltingartruflanir, er vatnslosandi og dregur úr uppþembu,“ segir Elísabet. 

Hádegismatur: 

  • Graskerssúpa og vatn eða te fram að kvöldmat. Gott er að eiga bláber eða grænt epli til að narta í yfir daginn til að vinna á svengd og/eða orkuleysi.

Kvöldmatur: 

  • Graskerssúpa með fiski

Sama súpa og í hádeginu nema nú er 100-150 g af fiski bætt saman við auk ¼ bolla af rjóma ef miðað er við einn skammt. Fiskurinn má vera þorskur, ýsa, lax eða jafnvel nokkrar rækjur. Fisknum er bætt út í súpuna rétt undir lokin og hún elduð í 5-7 mínútur eða þangað til fiskurinn er soðinn í gegn. Skreytt með fersku kóríander, rétt áður en súpan er borin fram.

Kvöldsnarl:

  • Bolli af tei og bláber. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál