Euphoria-leikkona óþekkjanleg eftir þyngdartap

Leikkonan er nánast óþekkjanleg.
Leikkonan er nánast óþekkjanleg. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Barbie Ferreira hefur verið sökuð um að notfæra sér sykursýkislyfið Ozempic.  

Leikkonan, þekktust fyrir hlutverk sitt sem Kat Hernandez í HBO-þáttaröðinni Euphoria, vakti sérstaka athygli fyrir kvenlegan vöxt sinn og ávalar línur þegar hún braust fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum og hefur verið öflugur talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar alla daga síðan.

Ferreira, 27 ára, kom því mörgum á óvart á fimmtudag þegar hún birti myndir af sér á samfélagsmiðlasíðunni Instagram. Breytt­ur vöxt­ur leikkonunnar kem­ur ber­sýni­lega í ljós á myndunum og er hann allt annar en á myndum sem hún deildi með fylgjendum sínum aðeins örfáum vikum áður. Netverjar segja hana hafa nýtt sér grenningarmátt Ozempic.

Ný þáttaröð af Euphoria er væntanleg á næsta ári. Ferreira mun ekki snúa aftur í hlutverki Hernandez. Í viðtali við tímaritið Vanity Fair, sem birtist á síðasta ári, viðurkenndi leikkonan að vilja ekki leika hlutverk „feitu vinkonunnar“. 




 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál