Er þetta heitasta starfsstéttin?

Samsett mynd

Kírópraktorar eru sérfræðingar í því að greina vandamál í tauga- og stoðkerfi líkamans og að meðhöndla þau. Við erum heppin að eiga hér á landi sterkan hóp kírópraktora sem getur kippt öllu í liðinn og látið okkur líða betur.

Smart­land tók sam­an lista yfir nokkra af heit­ustu kírópraktorum lands­ins.

Bergur Konráðsson - Kírópraktorstöðin

Bergur hefur verið leiðandi í kírópraktík á Íslandi um árabil. Hann hefur eflt fagið og lagt sig fram við að aðstoða íslenska nemendur sem vilja komast í kírópraktíknám erlendis.

Bergur er með hjartað á réttum stað og reynir að aðstoða alla eftir fremsta megni. Árið 2010 hélt hann til Haíti og sinnti sjálfboðavinnu. Ári síðar fór hann til New Orleans með hjálparsamtökunum Habitat for Humanity og lagði sitt af mörkum.

Skjáskot/Kírópraktorstöðin

Sonja Björk Ingólfsdóttir - Líf Kírópraktík

Sonja Björk lærði fagið í Bandaríkjunum og starfaði þar í landi um árabil. Hún er sérhæfð í hálsliðum og leggur áherslu á taugakerfið til að hjálpa líkamanum að vinna rétt. 

Sonja Björk er öflug ung kona og með bros sem birtir upp öll rými sem hún gengur inn í.

Sonja Björk er frábær í sínu fagi.
Sonja Björk er frábær í sínu fagi. Skjáskot/Instagram

Matthías Arnarson - Kírópraktorstofa Íslands

Matthías útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC University College í Bournemouth á Englandi eftir fjögurra ára nám. Hann er einn eigenda Kírópraktorstofu Íslands og þekktur fyrir hlýlega framkomu og hressilegt fas.

Matthías hefur mikinn áhuga á íþróttum og er með fjólublátt belti í brasilísku Jiu Jitsu.

Ljósmynd/Aðsend

Ingólfur Ingólfsson - Kírópraktorstöðin

Ingólfur útskrifaðist sem „Doctor of Chiropractic“ árið 2006 frá Palmer College of Chiropractic í Davenport í Iowa. Hann ákvað að gerast kírópraktor til að fleiri gætu fengið að kynnast því hversu öflugur og góður lífsstíll kírópraktík er.

Ingólfur er klár í höndunum og þekktur fyrir jákvætt viðmót og smitandi bros.

Ljósmynd/Gunnar Svanberg Skúlason

Jón Bjarki Oddsson - Kírópraktor Lindum

Margir áhugamenn um íþróttir kannast án efa við Jón Bjarka enda hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann spilaði með unglingalandsliðum í handbolta og golfi á sínum yngri árum en fann köllun sína þegar hann leitaði til kírópraktors sem unglingur vegna verkja í mjóbaki.

Jón Bjarki lagði stund á kírópraktík við Life College í Atlanta í Georgíu og útskrifaðist ekki aðeins sem kírópraktor heldur einnig með gráðu í þjálfunarfræðum. Hann er mikill fjölskyldumaður og nýtir frítíma sinn í að spila golf. 

Jón Bjarki er með fallegt bros.
Jón Bjarki er með fallegt bros. Skjáskot/Instagram

Guðmundur Birkir Pálmason - Líf Kírópraktík

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, er án efa þekktasti kírópraktor landsins. Hann er mikill smekkmaður og hefur gaman að lífinu. Þúsundir Íslendinga fylgjast með ævintýrum Gumma kíró á samfélagsmiðlum. 

Ljósmynd/Gummi

Bjarki Pálsson - Kírópraktorstöðin

Bjarki Pálsson útskrifaðist sem „Doctor of Chiropractic“ frá Life College í Atlanta í Georgíu fyrir örfáum árum. Hann kynntist kírópraktík þegar hann leitaði sér aðstoðar vegna mjóbaksvandamála. 

Bjarki á framtíðina fyrir sér í faginu enda eldklár, fjallmyndarlegur og með mikinn sjarma. 

Skjáskot/Instagram

Alexandra Ósk Ólafsdóttir - Líf Kírópraktík

Alexandra Ósk fagnaði nýverið fjögurra ára starfsafmæli sínu hjá Líf Kírópraktík. Hún lagði stund á nám í kírópraktík á Englandi og útskrifaðist árið 2020. Alexandra Ósk fagnar því einnig fjögurra ára útskriftarafmæli sínu í ár. 

Alexandra Ósk hefur mikinn áhuga á fimleikum og hefur þjálfað margar af helstu fimleikastjörnum Íslands. 

Skjáskot/Instagram

Andri Ford - Kjarni

Andri er fjölhæfur maður. Hann stundaði nám í kírópraktík við University of South Wales og er einnig löggiltur sjúkraþjálfari. Andri veit því allt um það hvernig huga skal að heilsunni. Hann er sagður vera með töfrahendur.

Skjáskot/Facebook

Helena Bergsdóttir - Kírópraktorstöðin

Helena hefur þekkt kírópraktík frá fæðingu þar sem faðir hennar, Bergur Konráðsson, er brautryðjandi í faginu á Íslandi. Hún útskrifaðist sem „Doctor of Chiropractic“ frá Life College í Atlanta í Georgíu og starfar í dag ásamt föður sínum á Kírópraktorstöðinni. 

Helena elskar útiveru og að vera aktív. 

Skjáskot/Kírópraktorstöðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál