Hvenær er best að fara í sturtu?

Það er gott að slaka á eftir langan dag í …
Það er gott að slaka á eftir langan dag í sturtu. Ljósmynd/Colourbox

Það er hluti af morgunrútínu fólks að fara í sturtu og eru ófáir sem fara í sínu einu baðferð á dag á morgnana. En það er ekki endilega besti tíminn til þess að fara í sturtu, sérstaklega ekki ef þú vilt hugsa um andlega líðan og góðan svefn. 

Fram kemur á vef Express að það sé mat sérfræðinga að kvöldsturta geti bætt heilsu og daglegt líf fólks. 

Í fyrsta lagi er það sagt hjálpa svefninum að fara sofa hreinn eftir sturtu. Heit sturta hjálpar að lækka hitastigið í líkamanum sem er eins og náttúrulegt merki um að líkaminn eigi að fara sofa. 

Að fara alltaf í sturtu á kvöldin verður að reglu sem líkaminn þekkir. Hann veit þannig hvenær hann á að slökkva á sér. Í sturtunni þrífur manneskjan ekki bara af sér óhreinindi dagsins heldur líka áreitið og fer inn í rólegheitin. Þetta getur hjálpað til við að minnka stress og hjálpað andlegri heilsu. 

Það skapast oft stress hjá fólki á morgnana þegar allir eru að reyna koma sér út á sama tíma og allir ætla að nota baðherbergið á sama tíma. Með því að fara frekar í sturtu á kvöldin en morgnana er búið að minnka morgunstressið aðeins. 

Það minnkar morgunstressið að fara í sturtu á kvöldin.
Það minnkar morgunstressið að fara í sturtu á kvöldin. Ljósmynd/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál