Er lygin skaðleg fyrir heilsuna?

Margir ljúga af ýmsum ástæðum.
Margir ljúga af ýmsum ástæðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Við kennum börnum að sannleikurinn sé alltaf sagna bestur. Þrátt fyrir það virðist maður ekki komast upp með annað í lífinu en að ljúga endrum og eins. Er lygin í eðli sínu vond. Er lygin skaðleg fyrir heilsuna? Pistlahöfundurinn Nicole Kear fer yfir málið á Oprahdaily.com.

13 leyndarmál

Fólk á að meðaltali 13 leyndarmál hverju sinni. Allir eiga sér sín leyndarmál. Þessi tala er afrakstur rannsóknar Michael Slepian sem er prófessor í atferlisfræðum. „Maður heldur oftast lygum leyndum og maður leynir oft leyndarmálum með lygum. Það að halda leyndarmálum leyndum er samt það auðveldasta. Það er mun erfiðara að takast á við þær hugsanir sem sækja á mann í tengslum við leyndarmálin,“ segir Slepian.

„Fólk er tilbúið þegar það þarf að fela eitthvað. Fólk er hins vegar ekki reiðubúið þegar hugurinn fer alltaf að hugsa um leyndarmálið, aftur og aftur.“

Að hlífa tilfinningum

Margir ljúga til þess að hlífa tilfinningum. Það getur hins vegar komið manni í koll.

„Svona lygar geta vissulega hlíft tilfinningar einhvers en líka komið í veg fyrir að þeir læri og þroskist og það er eitthvað sem fólk kann yfirleitt að meta. Meira en maður heldur,“ segir Emma Levine doktor í atferlissálfræði.

Rannsóknir Levine benda til þess að fólk kjósi frekar að heyra sannleikann leynist þar tækifæri til þess að læra. Þrátt fyrir að til skamms tíma gæti það sært tilfinningar.

Lygar og leyndarmál eru streituvaldandi

Rannsóknir hafa sýnt að þegar fólk er beðið um að hugsa um leyndarmál þá verður hjartslátturinn örari og blóðþrýstingurinn hærri. „Við sjáum að bara það að hugsa um leyndarmál kalla fram líffræðileg viðbrögð sem líkjast streitu í mun meira mæli en þegar maður er bara að hugsa um eitthvað neikvætt sem aðrir vita af,“ segir Slepian.

„Það að ljúga skapar svipuð viðbrögð í líkamanum og slíkt ástand til lengri tíma getur verið mjög skaðlegt. Maður getur þróað með sér háþrýsting og aðra hjartakvilla. Það er eitthvað sem maður vill forðast.“

Það er ekki erfitt að segja sannleikann

Niðurstöður rannsókna benda til þess að fólk líður yfirleitt vel af því að segja sannleikann. Heiðarleiki er mannkostur sem fólk kann að meta og hvetur til betri félagslegra samskipta og tengslamyndunar. Samskiptin verða dýpri og merkingafyllri.“

Heiðarleiki gæti komið í veg fyrir einmanaleika

Sérfræðingar eru almennt sammála um að best sé að vera gagnsær og heiðarlegur. Sannleikurinn er í raun sagna bestur. Slepian mælir með að maður byrji smátt. Það að segja einhverjum einum eitt leyndarmál fær manni til þess að líða strax betur.

Að halda einhverju leyndu er líkt og að dæma sjálfan sig í einangrun. Þegar við veljum að vera ein með leyndarmálunum okkar þá náum við ekki að þróa með okkur heilbrigðan hugsunarhátt gagnvart leyndarmálunum. Það að létta á hjarta sínu er leið til þess að halda áfram með lífið. Álagið á hugann minnkar. Það er frelsi sem felst í sannleikanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál