Grenna skal maga og handleggi til að forðast sjúkdóma

Það þarf að minnka fitu á magasvæðinu ef maður ætlar …
Það þarf að minnka fitu á magasvæðinu ef maður ætlar að forðast sjúkdóma segja vísindamenn. mbl.is/Thinkstockphotos

Það getur verið til margs að vinna að minnka fitu á maga og handleggjum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar minnka líkur á að maður þrói með sér sjúkdóma á borð við Alzheimers og Parkinsons ef maður minnkar magaummálið og byggir upp vöðvamassa. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times en rannsóknin birtist á dögunum í Journal Neurology.

Það hefur verið lengi vitað að tengsl eru á milli ofþyngdar og taugahrörnunarsjúkdóma. En nú fyrst eru vísindamenn að sjá tengsl á milli ákveðinna svæða líkamans og sjúkdómanna. Sé fitusöfnunin mikil á maga og handleggjum þá aukast líkurnar á slíkum sjúkdómum. Líkurnar aftur á móti virðast minnka eftir því sem fólk er sterkara og með meiri vöðvamassa.

„Það getur verið til bóta að miða sérstaklega að því með sértækum æfingum að minnka fitu á þessum svæðum og byggja upp vöðva. Það myndi veita aukna vörn,“ segir Dr. Huan Song frá Sichuan háskólanum í Kína. Best er að lyfta lóðum og forðast mikla kyrrsetu. Þá er mikilvægt að neyta hollrar fæðu. 

„Sjúkdómar eins og Alzheimers og Parkinsons herja á um 60 milljón manns um allan heim. Þessi tala mun bara hækka með árunum. Þess vegna er mikilvægt að bera kennsl á áhættuþætti og bregðast við. Þessi rannsókn varpar ljósi á það hvernig fólk getur lágmarkað líkur sínar á að fá svona sjúkdóma með því að huga að líkamsuppbyggingunni,“ segir Song. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál