Komst í sitt besta form um sextugt

Fionu Lambert hefur aldrei liðið betur í eigin skinni.
Fionu Lambert hefur aldrei liðið betur í eigin skinni. Skjáskot/Instagram

Fiona Lambert einsetti sér að komast í sitt besta form rétt fyrir sextugt. Hún segir aldrei of seint að snúa við blaðinu. Hún segir sögu sína í The Times.

„Ég vildi fagna stórafmælinu með því að líða stórkostlega. Ég vildi grennast og bókaði því myndatöku á afmælisdeginum til þess að hafa gulrót fyrir augunum,“ segir Lambert.

„Með því að huga að matarræðinu náði ég að grennast en það sem meira var þá fann ég að svefninn var orðinn mun betri, ég var full af orku og sjálfsöryggi. Þvert á það sem maður heldur um efri árin. Ég komst að því að aldur er engin afsökun. Ef ég kemst í gott form á þessum aldri þá geta það allir.“

„Ég vildi fyrst og fremst eldast með reisn. Ég var aldrei góð í íþróttum þegar ég var yngri og ég er rétt farin að átta mig á því hversu mikilvægt það er að vera í góðu formi og hversu góð áhrif það hefur á andlega heilsu.“

Mikilvægt að hafa tilgang

„Það skipti sköpum hjá mér að hafa einhvern tilgang þegar ég hóf þessa vegferð. Ég á aldraða foreldra og hef séð með eigin augum hvað það er mikilvægt að búa við góða heilsu og gott líkamlegt atgervi. Móðir mín er 81 árs og syndir tvisvar í viku og tekur 10 þúsund skref á dag.“

Þú getur alltaf fundið tíma

„Nú eru börnin mín flutt að heiman þannig að ég hef nægan tíma. Það þýðir ekki að ég sé alltaf að. En ég get ekki notað þá afsökun lengur að ég sé of önnum kafin. Ég fer í ræktina fjórum sinnum í viku og geng mjög mikið þess á milli. Þá tek ég stundum tíu mínútna skorpur í stofunni heima. Allir geta fundið tíu mínútur aflögu. Bara hætta að skrolla á samfélagsmiðlum.“

Hafðu markmiðin viðráðanleg

„Það er til dæmis gott að búa til einhvern tímaramma með áþreifanlegum markmiðum. Það heldur manni á tánum. Passa bara að markmiðin séu viðráðanleg.“

Mataræðið verður að fylgja

„Það skiptir engu máli hversu duglegur maður er í ræktinni ef maður tekur ekki mataræðið í gegn líka. Ég sleppti öllum sykri í öllu formi, bæði ávöxtum og mjólkurvörum. Til þess að viðhalda vöðvasassa borðaði ég prótein í hlutfalli við líkamsþyngd. Þá drakk ég tvo lítra af vatni á dag og drakk aldrei áfengi. Ég skrifaði niður allt sem ég borðaði og sá fljótt að ég hafði alltaf legið á snakki allan daginn og þar komu inn óþarfa hitaeiningar. Ég eldaði allar máltíðir frá grunni með ferskum hráefnum. Svo borðaði ég ekkert eftir klukkan sjö á kvöldin. Ég lagði líka áherslu á að borða hægar og vera meðvitaðri um matinn sem ég var að innbyrða.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda