Emmsjé Gauti edrú í fimm ár

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur verið án áfengis í fimm ár.
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur verið án áfengis í fimm ár. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur undir sviðsnafninu Emmsjé Gauti, hefur verið án áfengis í ár.

Í tilefni þess birti hann færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hann sendi ást og hlýju til fylgjenda sinna. 

„Í dag eru fimm ár síðan ég hætti að drekka. Fyrir mér snýst þetta um að láta sér líða vel, vinna í hlutunum og reyna að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ást til ykkar allra,“ skrifaði hann í færslunni og birti mynd af sér á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur.

Tónlistarmaðurinn opnaði sig í einlægu viðtali við blaðamann Morgunblaðsins í desember 2023 þar sem hann ræddi meðal annars um ákvörðunina að hætta að drekka. 

„Mér hef­ur liðið alls kon­ar, en lífið breytt­ist mjög mikið. Ég sit miklu ör­ugg­ari í sjálf­um mér. Lík­am­leg­ir kvill­ar, eins og kvef og maga­verk­ir, hurfu. And­lega hliðin fór blúss­andi hátt upp, en það tók líka við sjálf­skoðun og það er ekk­ert auðvelt. Þannig að þetta hef­ur verið alls kon­ar en ég sé ekki eft­ir þeirri ákvörðun að hætta að drekka og mig lang­ar ekki í áfengi,“ sagði hann í viðtalinu.

Smartland óskar honum til hamingju með áfangann!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda