Komast ekki á æfingu í heitavatnsleysinu

Heitt jóga verður ekki í boði þar sem er heitavatnslaust.
Heitt jóga verður ekki í boði þar sem er heitavatnslaust. Unsplash/Bruce Mars

Heitavatnsleysið hefur mismunandi áhrif á fólk og eflaust eru sumir með meiri áhyggjur en aðrir. Ástandið varir yfir í einn og hálfan sólarhring í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Norðlingaholti, Breiðholti og á Álftanesi. Því lýkur í hádeginu á morgun, 21. ágúst, samkvæmt vefsíðu Veitna.

Þá er það ekki einungis það að fólk komist ekki í heita sturtu og geti þvegið á sér hárið. Þeir sem eru vanir að sækja heita tíma í World Class í þessum bæjarfélögum gætu þurft að ferðast aðeins lengra. Stöð World Class í Breiðholti verður lokuð.

Líkamsræktarstöðin Hress í Hafnarfirði býður meðlimum upp á kaldar sturtur sem er eflaust mjög hressandi. Sturtur og pottasvæði í Sporthúsinu í Kópavogi verður lokað og röskun er á tímum í heitum sal. 

Ætla því margir að bregða á það ráð að sækja þær sundlaugar sem eru opnar eða einfaldlega banka upp á hjá ættingjum og vinum til að fá að fara í sturtu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál