„Þetta minnkar ranga lyfjanotkun“

Sigríður Pálína Arnardóttir opnaði apótek eftir að hún flutti heim …
Sigríður Pálína Arnardóttir opnaði apótek eftir að hún flutti heim frá Noregi. Ljósmynd/Aðsend

Lyfjafræðingurinn Sigríður Pálína Arnardóttir flutti heim til Íslands frá Noregi árið 2017 og stofnaði í kjölfarið Reykjanesapótek. Upp á síðkastið hefur Sigríður tekið þátt í því að hjálpa fólki við að trappa sig niður vegna neyslu á ávanabindandi lyfjum.

„Ég var formaður Lyfja­fræðinga­fé­lags­ins á tíma­bili. Þar kynnt­ist ég nor­rænu sam­starfi og langaði að læra al­menni­lega skandína­vískt mál. Ég vissi að Norðmenn vantaði lyfja­fræðinga og ég skellti mér þangað árið 2004 og varð apó­tek­ari í Suður-Nor­egi. Það var mjög skemmti­legt og þá sá maður strax að þau lögðu miklu meiri áherslu á ráðgjöf í apó­tek­um held­ur en hér á Íslandi. Þá kynnt­ist ég því til dæm­is meira hvernig ast­ma­lyf­in og syk­ur­sýk­is­lyf­in voru notuð. Það var alltaf svo gott að vera í Nor­egi því það var svo mik­il eft­ir­spurn eft­ir lyfja­fræðing­um. Ég var fyrst apó­tek­ari í Ris­ör, svo tók ég þátt í að opna nýtt apó­tek í Lillesand og síðast var ég apó­tek­ari í Drammen,“ seg­ir Sig­ríður.

Skaðaminnkandi þjónusta í Reykjanesapóteki

Þegar Sigríður kom heim frá Noregi langaði hana að opna apótek að norskri fyrirmynd. Þannig varð Reykjanesapótek til en í dag er það á tveimur stöðum í Reykjanesbæ. Árið 2021 hafði hún samband við Heilbrigðisráðuneytið og fékk styrk til að þróa Lyfjastoð, skaðaminnkandi þjónustu.

„Við lyfjafræðingarnir, ég og sonur minn, Björn Sigríðarson Traustason, sem er framkvæmdarstjóri fyrir þetta verkefni, fengum styrk til að koma því af stað. Einstaklingar geta núna pantað tíma hjá lyfjafræðingi og fengið viðtal og við förum yfir meðferðarheldni með þeim. Fólk kemur þá til okkar í ráðgjafarherbergi hér í apótekinu þar sem við höfum nægan tíma til að fara yfir lyfin og svara spurningum. Við höfum hingað til tekið fjöldann allan af viðtölum og þetta er allt í samstarfi við læknana á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Norðmenn eru snillingar í þessu. Hollendingar, Danir og Bretar eru líka mjög framarlega, það er löngu kominn tími að við förum að gera eins og nágrannaþjóðir okkar,“ segir Sigríður. 

Björn Sigríðarson Traustason.
Björn Sigríðarson Traustason. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður segir að mörg dæmi séu til um að fólk taki sömu lyfin ár eftir ár og oft sé það orðið löngu tímabært að skoða hvort fólk þurfi lyfin eða ekki. 

„Lyf geta verið skaðleg ef þau eru ekki rétt notuð, en þau eru líka mjög mikilvæg því þau geta bjargað lífi manns. Maður þarf því að fara mjög gætilega,“ segir Sigríður. 

Lyfjastoð er fyrir alla

Sigríður segir að verkefnin hafi þróast mikið en fyrst skoðaði apótekið helst þrjá lyfjaflokka; kólesteróllækkandi lyf, blóðþynnandi lyf og blóðþrýstingslyf. Seinna bættust við ávanabindandi lyf og í kjölfar þess hefur myndast gott utanumhald fyrir þá sem vilja nýta sér þá aðstoð. 

„Svo erum við búin að vera í niðurtöppun á ávanafíkn. Það kom fljótlega í ljós að það er gríðarlega mikil þörf fyrir það. Við þurfum að passa að líta á einstaklingana og veikasta fólkið okkar sem sjúklinga og hugsa um réttindi þess. Við verðum að bera virðingu fyrir hvort öðru, því það er enginn sem vill vera háður ávanabindandi eða fíknilyfjum, það er enginn sem velur það. Þá er svo mikilvægt að við tökum höndum saman, apótekin, heilsugæslan og meðferðarheimilin. Við verðum að vinna saman og með þverfaglegri samvinnu náum við árangri. Læknar, hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar, sálfræðingar og félagsfræðingar og það þarf einnig að huga að húsnæði ásamt því að vera með prógramm sem er faglega gert,“ segir hún og bætir við: 

„Því ef þetta gengur vel, þá geta einstaklingar stundað vinnu, verið með börnunum sínum og átt eðlilegt líf. Lyfjastoðin er fyrir alla og það er gott að skoða lyfin sín, fara yfir það hvernig þau virka og skoða meðferðarheldnina. Maður þarf alls ekki að vera veikur. Fólk er stundum bara að taka einhver lyf og það er gott fyrir hvern sem er að skoða hvernig þau passa saman og hvort það eru einhverjar aukaverkannir,“ segir Sigríður.

Erna Freydís Traustadóttir, lyfjafræðinemi er hluti af metnaðarfullum starfskrafti apóteksins.
Erna Freydís Traustadóttir, lyfjafræðinemi er hluti af metnaðarfullum starfskrafti apóteksins. Ljósmynd/Aðsend

Nota app fyrir niðurtöppunina

Í byrjun árs hóf Reykjanesapótek samstarf við framleiðendur íslenska appsins Prescriby, en með appinu geta sjúklingar, sem vilja trappa sig niður, skráð daglega líðan sinn, nákvæman lyfjaskammt, líkamleg einkenni og fleira. 

„Varðandi ávana­bind­andi lyf­in, þá erum við í sam­starfi við appið Prescri­by, það er for­rit sem Kjart­an Þóris­son lækn­ir bjó til ásamt fleir­um. Þetta er app í sím­an­um þar sem maður get­ur óskað eft­ir að trappa niður sterk verkjalyf yfir lang­an tíma. Þá get­ur maður skrá­sett á hverj­um degi „já mér líður vel,“eða, „æjj ég tók einni töflu of mikið hér“ og þá sjá­um við lyfja­fræðing­ar og lækn­arn­ir ná­kvæm­lega hvernig ein­stak­lingn­um geng­ur og líður. Þetta er þó al­gjör­lega í takt við per­sónu­vernd­ar­stefn­unna og all­ar upp­lýs­ing­ar sem fara þarna um eru í al­gjör­um trúnaði,“ seg­ir Sig­ríður.

„Við byrjuðum á þessu fyrir hálfu ári og við myndum alls ekki vilja fara til baka. Við viljum halda áfram í meðferðarheldni hjá fólki. Einstaklingar eru svo til í þetta og þörfin er svo mikil. Það er svo upplagt að nýta sér þennan kost því fólk getur alltaf komið beint inn af götunni því þetta er svo aðgengilegt,“ bætir hún við.

Sparnaður fyrir samfélagið að vinna saman

Sigríður segir að hugarfarsbreyting þurfi að eiga sér stað varðandi hlutverk apótekslyfjafræðinga og að heilbrigðiskerfið hafi alla burði til þess að koma verkefninu í framkvæmd á landsvísu.

„Það er alltaf spurning um kostnað en til lengri tíma litið sparar þetta svo mikla peninga fyrir samfélagið. Þetta minnkar ranga lyfjanotkun, svo ég tali ekki um fyrir veikasta hópinn okkar því það er dýrt að leggjast inn. Þar er líka svo mikil batavon ef að hægt er að grípa fyrr inn og á sem flestum stöðum til að fyrirbyggja fíknisjúkdóma.

Í Noregi geta einstaklingar sem vilja hætta á sterkum ávanabindandi lyfjum gert samkomulag við apótekið, komið svo á hverjum morgni og tekið lyfin í apótekinu og farið út í vinnudaginn. Það er kanski allt í lagi að hætta að hugsa um að fólk verði að vera alveg „skráedrú.“ við erum stundum svo harkaleg, vinnum þetta bara faglega. Það er hægt að að trappa niður og finna viðhaldsskammta með gagnreyndum aðferðum og þá eru einstaklingar síður að falla, en það þarf mikið utanumhald og samvinnu. Það er mikilvægt að úrræðin séu til staðar á landsvísu ekki aðeins í Reykjavík.“

Apótekin geta minnkað álag í heilsugæslunni með því að taka svona verkefni að sér. Í stað þess að afhenda dagskammta á bráðamóttöku heilsugæslunar þá geta einstaklinga fengið lyfin sín í ráðgjafarherbergi apóteksins. Um leið, getur fólk jafnvel skroppið í bakaríið og haldið svo áfram með daginn. Að huga að réttri lyfjanotkun og skaðaminnkandi áhrifum sparar mikinn pening, við þurfum aðeins að stokka upp hugsunina og bara gera þetta. Heilbrigðiskerfið hefur alveg fjármagn í þetta. Við spörum þjóðfélaginu mikla peninga með réttri lyfjanotkun. Við viljum líka vera samfélagslega ábyrg og minnka sóun. Við eigum að hjálpa hvort öðru í að ná bata og vinna saman faglega,“ segir Sigríður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda