Hreyfing gæti verið lykillinn að betri líðan

Stundar þú reglulega hreyfingu?
Stundar þú reglulega hreyfingu? Samsett mynd

Aukin hreyfing gæti verið lykillinn að betri líðan samkvæmt nýlegri rannsókn sem birtist á vef National Library of Medicine, en hún leiddi í ljós að aðeins tíu mínútur af hreyfingu geti bætt líðan.

Þátttakendur í rannsókninni voru 94 talsins, en þau voru öll háskólanemar og báru hreyfimæli á sér ásamt því að segja frá líðan sinni nokkrum sinnum á dag yfir sjö daga tímabil. Þannig skoðuðu rannsakendur hvaða áhrif það hafði á líðan þeirra að skipta út kyrrsetu fyrir hreyfingu.

Rannsóknin leiddi í ljós að það að skipta kyrrsetu út fyrir hreyfingu í aðeins tíu mínútur leiddi til betri líðan, meira að segja þegar hreyfingin var létt, eins og mjúkar teygjur eða það að standa upp og ganga um húsið.

Þá kom einnig í ljós að miðlungs- til erfið ákefð, eins og hröð ganga, dans eða hjólreiðar, höfðu mestu áhrifin þegar kom að því að bæta líðan. Þá benda niðurstöður til þess að með því að skipta kyrrsetu út fyrir hreyfingu reglulega sé hægt að hafa jákvæð langtímaáhrif á líðan. Jafnvel tíu mínútna göngutúr eða stutt æfing getur breytt líðan til hins betra.

Hreyfing bætir andlega vellíðan

Læknirinn Gabrielle Lyon deildi niðurstöðum úr rannsókninni með fylgjendum sínum á Instagram og skrifaði: „Þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum í Bandaríkjunum glímir við geðheilbrigðisvandamál, eins og þunglyndi, á hverju ári, er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að finna einfaldar leiðir til að bæta líðan okkar. 

Hreyfing getur verið öflugt tæki – hvort sem það er hröð ganga, stuttar teygjur eða smá æfing, þá hafa rannsóknir sannað að hreyfing bætir andlega vellíðan. Samkvæmt nýlegri rannsókn getur jafnvel það að skipta út kyrrsetu fyrir hreyfingu í tíu mínútur bætt líðan. Og það sem er best? Því ákafari sem hreyfingin er, því meiri áhrif á líðanina!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál