Ertu aðeins fimm mínútum frá vellíðan?

Dr. Alphonsus Obayuwana kynnir nýja leið til að finna innri …
Dr. Alphonsus Obayuwana kynnir nýja leið til að finna innri hamingju. Federico Signorini/ Unsplash

Læknirinn, vísindamaðurinn og hamingjuþjálfarinn Dr. Alphonsus Obayuwana hefur uppgötvað einfalda jöfnu sem getur borið kennsl á hamingjusemi einstaklinga, hverjir eru óhamingjusamir eða þjást og hverjir blómstra, hvers vegna og hvernig bregðast eigi við.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ascot Media Group.

Á þessu ári náðu Bandaríkin sögulegu lágmarki í mældri hamingju á heimsvísu (World Happiness Report). Megin niðurstaðan skýrslunnar er að fleiri Bandaríkjamenn eru óánægðari með líf sitt.

Fimm mínútna þjálfun

Uppgötvun Dr. Obayuwana snýst um fimm mínútna leið til að hjálpa einstaklingum að blómstra á hvaða stað sem þeir eru á í lífinu. Mælieining læknisins, hin svokallaða persónulega hamingjuvísittala (PHI), er sögð byltingarkennd og byggist á 30 ára rannsóknum.

Mælieiningin er kynnt í nýrri bók Dr. Obayuwana The Happiness Formula, þar sem dregin er fram sjálfshjálparrútína fyrir fólk til að ná og viðhalda hamingju.

Það sem er ólíkt með bók Dr. Oayuwana og öðrum bókum um hamingju er að í stað þess að hamra á því hvað megi og hvað megi ekki gera, snýr frásögnin að lífinu sjálfu, samböndum fólks, vonum þess og hamingju. Þá eru tilfinningar fólks, ánægja og andleg vellíðan í brennidepli.

Hugmynd Dr. Obayuwana um hamingjustuðulinn nær aftur til ársins 1982 þegar hann þróaði aðra mælieiningu fyrir von og leiðir til að koma í veg fyrir sjálfsvíg.

Bókin hefur hlotið gríðargóðar viðtökur og frábæra dóma gagnrýnenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda