Sér eftir að hafa reynt að stækka rassinn

Rassar koma í öllum stærðum og gerðum.
Rassar koma í öllum stærðum og gerðum. mbl.is/ Golli

Mikil umræða hefur verið í breskum fjölmiðlum um hættur lýtaaðgerða eftir að ung kona lést eftir að hafa gengist undir „brasilíska rassalyftingu“. 

Pistlahöfundur The Times, Ellen Atlanta, segir frá eigin reynslu.

„Ég fann fyrir mikilli sorg þegar ég heyrði fréttirnar. Sjálf hafði ég lagt mikið á mig til að breyta rassinum án þess þó að leggjast undir hnífinn. Ég hafði ekki efni á alvöru aðgerð. Ég var aðeins 23 ára þegar ég leitaði uppi snyrtistofu sem ég fann á Instagram. Þegar ég kom á stofuna þá var hún ekki jafnglæsileg og hún leit út fyrir að vera á samfélagsmiðlum. Ég gekk inn í gegnum tóma hárgreiðslustofu og fór upp teppalagðan stiga. Ég lagðist á bekkinn og snyrtifræðingurinn hóf að nudda á mér rass og læri með þar til gerðu tæki til að gera þau stinnari.“

Stórir rassar í tísku

„Á þessum tíma starfaði ég í snyrtigeiranum og allir voru með fullkominn rass. Minn var eins og pönnukaka í samanburði. Stæltir rassar hafa verið í mikilli tísku undanfarinn áratug þökk sé stórstjörnum á borð við Kim Kardashian og Jennifer Lopez. Rassastækkanir hafa því aukist gríðarlega eða um 90% á örfáum árum. Aðgerðin er þannig að fita er tekin frá magasvæði eða lærum og sett í rassinn. Þetta er dýr aðgerð og margar sem ég þekki hafa tekið ýmis konar lán til að fjármagna hana. Sumar hafa tekið meiri áhættur til þess að spara eins og að fara í aðgerðina í útlöndum.“

„Eftir eigin „rassastækkun“ á snyrtistofunni þá voru lærin mín marin og blá en munurinn var enginn. Ég var niðurlægð og brotin. Ég fór heim og fannst ég heimsk að hafa fallið fyrir svona bragði.“

Kim Kardashian þykir hafa myndarlegan rass og margar vilja líkjast …
Kim Kardashian þykir hafa myndarlegan rass og margar vilja líkjast henni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda