Stríðsmenn andans ferðast á milli fangelsa

Fyrir tæplega fimm árum tókst Kristjáni Halldóri Jenssyni að snúa við blaðinu eftir að hafa setið í fangelsi um nokkurra ára skeið, verið djúpt sokkinn í neyslu fíkniefna og lifað og hrærst í undirheimum bæði hérlendis en einnig á Norðurlöndunum. Hann segir áhrifin af langri fíkniefnaneyslu sinni vera mikil, til að mynda sé minni hans gloppótt og segist hann ekki muna eftir árum og jafnvel áratugum vegna neyslunnar.

Kristján var gestur Kristínar Sifjar í Dagmálum á dögunum. Þar sagði hann frá því hvernig svokallað svett, eða svitahof, hefur hjálpað honum að koma jafnvægi á lífið og verið bjargráð hans og annarra sem glíma við fíknisjúkdóma, langvarandi áfallastreitu eða geðrænan vanda.

Kristján Halldór Jenssson í svetti.
Kristján Halldór Jenssson í svetti. Ljósmynd/Aðsend

Leiða svett-athafnir fyrir fanga

Síðustu ár hefur Kristján Halldór ásamt listamanninum Tolla Morthens og fleirum ferðast á milli fangelsa hér á landi og leitt svett-athafnir fyrir fanga. Tolli er einn af forsprökkum svett-samfélagsins á Íslandi og hefur lengi verið talsmaður þess að svett hafi jákvæð áhrif á andlega líðan og hefur reynst vel í meðferðarstarfi við fíknisjúkdómum víðs vegar um heim. Á sínum tíma kynnti Tolli Kristjáni fyrir þessari leið til bata í fíkn. Fljótlega gerðist Kristján svo hluti af hópnum hans Tolla sem kalla sig Stríðsmenn andans og leiða fanga landsins reglulega í gegnum svett-athafnir og öndunaræfingar til betri líðan.

„Við Tolli fórum á Kvíabryggju fyrir rúmu ári síðan með svett þar. Það tókst geðveikt vel svona miðað við að við fengum lítinn tíma. Það kom logn akkúrat á þeim tíma sem við vorum þarna. Þetta var geðveikt. Nú erum við komnir með ferðatjald fyrir svett og búnir að setja upp tjald á Sogni og búnir að svetta þar nokkrum sinnum,“ sagði Kristján og brosti.

Kristján Halldór ásamt Wim Hof í Póllandi þar sem hann …
Kristján Halldór ásamt Wim Hof í Póllandi þar sem hann lærði öndun og fleira. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er svett?

Svettið kemur upprunalega frá frumbyggjum Norður-Ameríku sem stunduðu þetta í gegnum árþúsundin er sagt en kom til Íslands fyrir um hálfri öld síðan. Að sögn Kristjáns var trú  frumbyggjanna svo mikil á mátt svettsins að þeir vildu deila honum með öllum jarðarbúum. Því hafi þeir kennt fólki um allan heim að stunda svett og hvatt það til að aðlagi það að sér og sínu.

Samkvæmt Kristjáni heldur hópurinn sem hann er tilheyrir einnig í gamla siði og fornar hefðir frumbyggjana til að sýna þeim virðingu. Með því vilja þeir einnig þakka forfeðrum sínum og deyja táknrænum dauða með því að skilja eftir allt sem er ekki að þjóna þeim tilgangi lengur sen veður til þess að þeir rísi upp sem nýjar manneskjur og skilja það gamla eftir í tjaldinu.

Kristján gekk upp Snjófrúnna á stuttbuxunum einum klæða.
Kristján gekk upp Snjófrúnna á stuttbuxunum einum klæða. Ljósmynd/Aðsend

„Þú tekur ásetning með þér inn í tjaldið, vinnur í honum og innprentar hann í þig. Við stundum öndun með þessu og þökkum áttunum, náttúrunni og móður jörð, himni og þetta er mikið þakklæti og fallegt. Fyrir mér er þetta eins og að fara í fimmtíu þerapistatíma,“ lýsti Kristján Halldór og hvetur alla til þess að prófa svett-athafnir.

„Ég mæli eindregið með að fólk prófi þetta. Ég var alltaf sjálfur búinn að ákveða að þetta eða hitt myndi ekki henta mér, bara af ótta. Ég var alltaf skíthræddur við þetta og allar breytingar og að prófa eitthvað nýtt. Núna stíg ég inn í allt. Ég get ekki vitað hvort að eitthvað sé fyrir mig og henti mér nema þegar ég er búinn að prófa það.“ 

Hitti Wim Hof og gekk á snævi þakið fjall á nærbuxunum

Öndun og orkustjórnun er Kristjáni hugleikið. Hann ákvað að fara til Póllands ásamt félaga sínum þar sem hann hitti sjálfan Wim Hof, betur þekktur sem Ísmaðurinn. Margir kannast við nafn hans enda er hann þekktur fyrir að höndla lágt hitastig með réttri öndun og komst meðal annars í heimsmetabók Guinness fyrir að synda undir ís og hlaupa hálfmaraþon berfættur í snjó og ís. 

Kristján Halldór ásamt félaga sínum á göngunni upp Snjófrúnna sem …
Kristján Halldór ásamt félaga sínum á göngunni upp Snjófrúnna sem er hvorki meira né minna en 1630 metrar á hæð. Ljósmynd/Aðsend

Kristján eyddi viku í Póllandi þar sem hann lærði öndun í ísböðum og að hans sögn var þetta mikil lífsreynsla og dýrmætur lærdómur. Mikil orka hafi verið í fólkinu sem lærði með honum og eitt af verkefnunum var að ganga fjall sem kallað er Snjófrúin á stuttbuxum einum klæða. Það hafi verið það kalt að það mátti sjá svitann frjósa á handleggjunum á fólki þegar það stoppaði á göngunni upp fjallið sem er 1630m hátt.

„Þetta er svo mikið hugarfar. Hugurinn er svo öflugt verkfæri hann getur unnið svo mikið jákvætt með þér en líka rosalega neikvætt og dregið þig niður ósjálfrátt; þú getur þetta ekki, þú ert ekki nóg, þú ert asnalegur. Maður gleymir að gefa sér klapp og sjá þetta jákvæða sem maður er að gera gott,“ sagði Kristján og vitnar um leið í Tolla vin sinn.

„Þetta er eins og Tolli segir í tjaldinu: „höfum við notað líkama okkar sem burðardýr stjórnlauss huga?“

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt ger­ast áskrif­andi að vikupassa Dag­mála.

Smelltu hér til að horfa á Dag­mál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda