Lést um 45 kíló frá árinu 2017

Kathy Bates.
Kathy Bates. Samsett mynd

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Kat­hy Bates var nær óþekkj­an­leg á rauða dregl­in­um í Los Ang­eles á sunnu­dag. Bates var viðstödd Gold­en Globe-verðlauna­hátíðina í stjörnu­borg­inni og gekk rauða dreg­il­inn heil­um 45 kíló­um létt­ari.

Bates, sem var til­nefnd fyr­ir hlut­verk sitt í þáttaröðinni Matlock, hét því að breyta lífs­hátt­um sín­um eft­ir að hafa greinst með syk­ur­sýki teg­und 2, sem var áður kölluð áunn­in syk­ur­sýki, árið 2017 og hef­ur svo sann­ar­lega staðið sína plikt.

Leik­kon­an, sem er 76 ára göm­ul og best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­um á borð við Dol­or­es Clai­borne, Tit­anic, Misery, Fried Green Tom­atoes og The Blind Side, vakti mikla at­hygli á rauða dregl­in­um fyr­ir geislandi og ung­legt út­lit sitt.

Bates kaus þæg­indi fram yfir glamúr og klædd­ist aðsniðnum jakka, skreytt­ur svört­um stein­um, svört­um jakkafata­bux­um og dimm­blá­um íþrótta­skóm.

Bates hef­ur talað op­in­skátt um þyngd­artap sitt síðustu ár og sagði í viðtali við tíma­ritið People í fyrra að hún hefði misst 36 kíló með breyttu mataræði og reglu­legri þjálf­un. Hún viður­kenndi einnig að þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfið Ozempic hefði hjálpað henni að ná af sér síðustu kíló­un­um.

Leikkonan Kathy Bates var glæsileg á rauða dreglinum.
Leik­kon­an Kat­hy Bates var glæsi­leg á rauða dregl­in­um. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda