Flensubomba ömmu drepur allar pestir

Lo Reyez.
Lo Reyez. Samsett mynd

Þar sem ný inflúensuveira kemur á hverju ári er þörf á áhrifaríkri flensuvörn til að verjast pestum vetrarins.

Lo Reyez, heilsuáhrifavaldur og löggiltur nuddari, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni TikTok nýverið þegar hún deildi áhrifaríkri flensuvörn ömmu sinnar (e. flu bomb) sem hún segir snarvirka.

Myndskeiðið er 17 sekúndur að lengd og sýnir Reyez útbúa mixtúruna sem hefur að hennar mati töfra- og lækningamátt, en Reyez segist aldrei hafa verið veik lengur en í sólarhring í senn eftir að amma hennar kynnti hana fyrir flensubombunni í æsku.

Allt náttúruleg hráefni

„Það er best að hlýða ömmu. Þetta eru allt náttúruleg hráefni sem þú átt nú þegar í eldhússkápunum eða færð í öllum matvöruverslunum, og leyfðu mér að segja, þetta á eftir að snarminnka flensueinkenni, náttúran veit best,” sagði Reyez í myndskeiðinu sem ríflega 100 þúsund manns hafa horft á.

Samkvæmt Reyez er hægt að innbyrða mixtúruna strax, ekki meira en eina teskeið í einu, eða þynna hana aðeins með volgu vatni og drekka. Mixtúran geymist í ísskáp í allt að þrjá mánuði.

@lo.reyez recipe in the caption below👇 Abuela’s flu BOMB: - 2 tbs ginger - 1 tbs tumeric - 1 tsp minced garlic - 1 pinch of black pepper (this activates the tumeric) - 1 pinch cayenne pepper - cinnamon (to taste) - cover in honey take 1 tbs and mix it with WARM water and drink or take it straight 😉 #naturalremedy #fluseason #holistichealth #healthtok #creatorsearchinsights ♬ Sabor a Mi - El Trío Los Panchos

Flensubomba 

Uppskriftin er eftirfarandi:

2 msk engifer

1 msk túrmerik

1 tsk hakkaður hvítlaukur

klípa af svörtum pipar

klípa af cayenne pipar

kanill - fer eftir smekk

hunang

Allt blandað saman

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda