Flugfreyjustarfið olli heilsubresti

„Sko 90% af því sem er til núna í matvöruverslunum var ekki til fyrir 100 árum,“ segir Erla Guðmundsdóttir heilsumarkþjálfi í Dagmálum. 

Að mati Erlu standa stjórnvöld ekki nægilega vel að því að einfalda almenningi aðgang að hollum og næringarríkum mat í verslunum og stórmörkuðum hér á landi. Hún gagnrýnir það harðlega og segir slíka þróun ekki af hinu góða fyrir samfélagið. 

„Sumt af þessu er partur af eðlilegri þróun en ofboðslega margt af þessu er ekki matur. Þannig það fyrsta sem ég ráðlegg fólki er að borða mat ekki matarlíki,“ segir hún og bendir á að hrein matvæli innhalda öllu jafna ekki innihaldslýsingu.

„Matur er eitthvað sem hefur annað hvort enga innihaldslýsingu utan á sér, bara eins og epli, egg eða fiskur sem er ekki í neinum kryddlegi eða slíku, eða eitthvað sem hefur fá innihaldsefni,“ lýsir Erla.

Val á hollari kostinum 

Vöruúrval á hollum og næringarríkum matvælum er í töluverðum ógöngum að mati Erlu. Hún segir mikilvægt að fólk staldri aðeins við og skoði það vel sem það lætur ofan í innkaupakerruna. 

„Ef þú ert úti í búð og ert að skoða brauð. Eitt brauðið inniheldur þrjú innihaldsefni og svo skoðarðu annað brauð sem er með 14 innihaldsefnum þá er líklegt að brauðið með þremur innihaldsefnum sé talsvert hollara en hitt og fari betur í þig.“

Orkustykki ekki öll sem þau eru séð

Erla starfaði sem flugfreyja um fimm áraskeið á árum áður og segist þá hafa í fyrsta sinn upplifað ákveðna heilsubresti sem rekja má til ójafnvægis milli vinnu og einkalífs, óreglulegs svefns og mataræðis. Frá þeim tíma sem Erla ákvað að segja flugfreyjustarfinu lausu hefur hún tileinkað sér að nálgast heilbrigði og heilsu á heildrænan hátt.

„Ég var sjálf á þessum vagni þegar ég var flugfreyja og ég skildi ekki af hverju mér var alltaf illt í maganum,“ segir Erla þegar talið beinist að orkustykkjum og efasemdum um hollustu þeirra sé tekið mið af fjölda innihaldsefna sem slík stykki innihalda.

„Þú getur örugglega ekki borið helminginn af þeim fram,“ segir hún og hvetur fólk til að breyta matarvenjum í smáum skrefum.

„Það er allt í lagi einu sinni og einu sinni að leyfa sér en ef uppistaða fæðunnar okkar eru gjörunnin matvæli eða matarlíki þá erum við á vondum stað.“      

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda