Nikótínpúðar og ruslfæði samþykkt

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:03
Loaded: 5.41%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:03
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Erla Guðmunds­dótt­ir heil­su­markþjálfi seg­ir að líta þurfi á mark­mið tengd heilsu á heild­ræn­an hátt þar sem einn þátt­ur kunni að hafa áhrif á ann­an. Mataræði hef­ur áhrif á lík­am­lega og and­lega heilsu, and­leg heilsa hef­ur áhrif á fé­lags­lega heilsu og svo koll af kolli - allt helst þetta í hend­ur og hef­ur áhrif á hvers­dags­lega líðan. 

„Það var einu sinni talið eðli­legt að all­ir reyktu en núna lít­ur maður horn­auga á það þegar maður finn­ur reyk­ingafnyk. Og með heils­una þá erum við ennþá þar, eins og var með reyk­ing­arn­ar fyr­ir löngu, að það er bara orðið sam­fé­lags­lega samþykkt eða eðli­legt að borða rusl,“ lýs­ir Erla.

„Það þarf ein­hverja sterka leiðtoga til þess að stíga niður fæti og berj­ast fyr­ir betri heilsu. Það er sem bet­ur fer farið að ger­ast, eins og með Green­fit og Þorgrím­ur Þrá­ins­son og fleiri eru að gera, þau eru að berj­ast fyr­ir betri heilsu þjóðfé­lags­ins. En það þurfa að verða sam­fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar,“ seg­ir hún og kall­ar eft­ir sam­taka­mætti.

„Hver og einn get­ur gert sitt en það þarf að auðvelda okk­ur aðgengið að holl­ari mat og passa að nær­ing­in sem börn­in okk­ar fá í skól­an­um sé al­menni­leg.“

Lak­leg efna­skipta­heilsa

Talið berst að þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfj­um sem síðustu miss­eri hafa tröllriðið öllu og óhætt er að segja að séu um­deild. 

„Þetta er sko ekk­ert grín. Þetta er mjög al­var­legt mál ef fólk byrj­ar að nota þessi lyf þá þarf það að vera á þeim alla ævi,“ seg­ir Erla.

„Þetta er frá­bær lausn fyr­ir þá sem þurfa, al­veg eins og að sum­ir þurfa gler­augu, en því miður eru marg­ir að nota svona hækj­ur sem þurfa þær ekki,“ seg­ir hún jafn­framt og tel­ur að mik­il neysla á unn­um mat­vör­um sé að miklu leyti or­saka­vald­ur slæmr­ar efna­skipta­heilsu lands­manna. 

„Ég held að þessi gjörunnu mat­væli séu að raska þarma­flór­unni og valda rugli í lík­am­an­um okk­ar sem veld­ur því að efna­skipta­heils­an okk­ar er ekki góð. Þó að ein­hver líti út fyr­ir að vera hraust­ur að þá er kannski allt í rugli í lík­ams­starf­sem­inni.“

En hvar á maður að byrja?

„Þetta er stærsta spurn­ing­in og þetta er það sem ég er að hjálpa fólki með. Maður þarf svo­lítið að setj­ast niður og gefa sér tíma til þess að taka stöðuna,“ seg­ir Erla.

„Ef 90% af því sem þú borðar er rusl­fæði þá er ég ekki að fara segja þér að hætta því al­veg - það er bara ekki hægt.“

Enn og aft­ur seg­ir Erla litlu skref­in skipta mestu máli þegar mark­mið eru ann­ars veg­ar. Þegar til lengri tíma er litið hafa þau safn­ast sam­an og orðið að heil­brigðum lífstíl.

„Reyndu að borða eins vel og þú get­ur og reyndu að lifa eins heil­brigt og þú get­ur 80% af tím­an­um og 20% bara njóta og leyfa sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda