„Í 99% tilfella verður maður ófrjór“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:30
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:30
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Ég held að það hafi spilað stærst­an þátt í þessu öllu hvað ég var í góðu formi og hvað ég sá vel um sjálf­an mig. Hvað ég borðaði vel, hvað ég svaf vel og hvað ég hugsaði yf­ir­höfuð vel um sjálf­an mig. Þeir hafa sagt það lækn­arn­ir að það sé það sem er að vinna með mér mest af öllu,“ seg­ir kvik­mynda­gerðarmaður­inn Davíð Goði Þor­varðar­son sem greind­ist með lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm á síðasta ári.

Ná­kvæm or­sök sjúk­dóms­ins er óþekkt en staf­ar af of háum eósínófíl­um af óþekktri ástæðu. Því var í fyrstu haldið að Davíð Goði væri hald­inn hvít­blæði. 

„Ég fann lítið fyr­ir þess­ari hvít­blæðameðferð. Ég fann reynd­ar fyr­ir ógleði en maður get­ur alltaf fengið lyf við því,“ lýs­ir hann.

„Svo var komið að þess­ari stóru meðferð.“

Davíð Goði Þorvarðarson segir sögu sína af því að greinast …
Davíð Goði Þor­varðar­son seg­ir sögu sína af því að grein­ast með ill­víg­an og óþekkt­an sjúk­dóm í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins. Ljós­mynd/​Aðsend

Erfið og stór aðgerð í Svíþjóð

Síðastliðið haust gekkst Davíð Goði und­ir bein­mergs­skipti í Svíþjóð þar sem talið var að hreins­un á bein­mergn­um myndi draga úr of mik­illi fram­leiðslu á eósínófíl­um. Eósínófíl­ar eru ein teg­und hvítra blóðkorna sem gegna veiga­miklu hlut­verki fyr­ir heil­brigt ónæmis­kerfi.  

„Það var núna í sept­em­ber 2024, bara núna í haust, og það þarfn­ast mik­ils und­ir­bún­ings fyr­ir þá meðferð. Það tók sex mánuði að und­ir­búa allt áður en ég kom. Það þurfti að búa til pláss fyr­ir mig í Svíþjóð, það þurfti að gera plan fyr­ir hvaða lyfjameðferð ég þurfti að fara í áður en bein­mergs­skipt­in áttu sér stað og það voru gerðar rann­sókn­ir á öll­um lík­am­an­um. Ég fór í já­eindaskanna, maður fer líka í seg­ulóm­un, maður fer í hjarta­óm­un, maður fer í lungna­rým­is­próf og það er bara prófað allt í lík­am­an­um.“ 

Um gríðarlega vanda­sama og erfiða aðgerð er að ræða sem reyn­ir á hverja frumu lík­am­ans en hef­ur ekki síður mik­il áhrif á and­legu hliðina. Að sögn Davíðs Goða var aðdrag­andi aðgerðar­inn­ar lang­ur og strang­ur enda ekki gengið að því að und­ir­búa langa spít­ala­dvöl í öðru landi nema með góðu skipu­lagi.

„Til þess að fara í svona meðferð þá þarftu að hafa ákveðna hluti í lagi. Hjartað þarf að vera nógu sterk, lung­un þurfa að vera nógu sterk og þú verður að vera sterk­ur ein­stak­ling­ur, sér­stak­lega í hausn­um.“

Síðasta ár reyndist Davíð Goða og fjölskyldu afar erfitt.
Síðasta ár reynd­ist Davíð Goða og fjöl­skyldu afar erfitt. Ljós­mynd/​Aðsend

Syrgði lífið sem hann hafði átt

Davíð Goði viður­kenn­ir að hafa átt um sárt að binda þegar ákveðið hafði verið að hann þyrfti að gang­ast und­ir bein­mergs­skipt­in. Óvissu­ástandið leiddi hug­ann um víðan völl og hug­mynd­in um allt það sem var og hefði geta orðið, ef fót­un­um hefði ekki verið kippt und­an, reynd­ist Davíð Goða erfið. 

„Mér leið rosa­lega illa. Ég var stressaður, ég var sorg­mædd­ur og ég syrgði svo­lítið gamla lífið mitt sem ég hafði átt áður en þetta gerðist. Ég hafði aldrei þurft að fást við veik­indi eða svona óvissu á ævi minni áður. Við kon­an mín höfðum líka misst lífið okk­ar eins og við höfðum séð það fyr­ir okk­ur.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Davíð Goði (@dav­idgodi)

99% ófrjó­semi en eini glugg­inn gaf

Áður en til veik­inda Davíðs Goða kom, eða í byrj­un árs 2024 höfðu hann og kær­asta hans gert áætl­un sín á milli sem sneri að því hvernig þau hygðust þró­ast sam­an sem par. Voru barneign­ir of­ar­lega á þeim lista. Langaði þeim báðum til að færa sam­band sitt á annað stig með því að eign­ast börn sam­an. Framtíðina og for­eldra­hlut­verkið sáu þau í hyll­ing­um.

„Það ein­hvern veg­inn fór svo­lítið út um glugg­ann þarna. Við þurft­um að fást við þær aðstæður sem þarna voru komn­ar til okk­ar,“ seg­ir Davíð Goði sem ákvað í kjöl­farið að hafa vaðið fyr­ir neðan sig og leita ráða hjá tækni­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio.

„Snemma í ferl­inu þegar ég fékk að vita að þessi bein­mergs­skipti ættu að fara fram þá var líka sagt við mig að í 99% til­fella þá verður maður ófrjór eft­ir svona meðferð. Sem þýðir að maður get­ur ekki eign­ast börn á nátt­úru­leg­an máta sem okk­ur langaði mig til að gera. Ég var hepp­inn að fá að fara í Li­vio og frysta og gera ráðstaf­an­ir til þess að geta eign­ast börn seinna en það var ekki það sem ég hafði séð fyr­ir mér,“ lýs­ir hann en ör­lög­in gripu inn í og voru par­inu hliðholl í þetta sinn.

„En við feng­um glugga. Við feng­um einn mánuð þarna rétt á milli þar sem ég var ekki á lyfj­um sem höfðu áhrif á lík­amann minn og áður en ég fór í meðferðina, þar sem við kær­ast­an mín gát­um látið reyna í eitt skipti eða einn mánuð á að eign­ast barn nátt­úru­lega,“ út­skýr­ir Davíð Goði.

„Við lét­um á það reyna og það hafðist.“ 

Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Davíð Goða í heild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda