Norðurljósahlaupið: Upplifðu borgina í nýju ljósi

Skemmtiskokkið í Norðurljósahlaupinu, sem fram fer 8. febrúar, er fyrir …
Skemmtiskokkið í Norðurljósahlaupinu, sem fram fer 8. febrúar, er fyrir alla aldurshópa. Dagskrá hefst kl.18.00, kl.18.30 stígur Emmsjé Gauti á svið og kl.19.00 leggja hlauparar af stað 4-5 km leið um höfuðborgina. Ljósmynd/Eva Björk

Norðurljósahlaupið 2025 fer fram laugardaginn 8. febrúar í miðbæ Reykjavíkur líkt og segir í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. 

Hlaupið fer fram á hápunkti Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar og er hlaupið fram hjá helstu kennileitum sem eru upplýst í tilefni hátíðarinnar.

Sebastian Storgaard, kynningarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur segir hlaupið vera svokallað 4-5 km skemmtiskokk og ætti því að vera aðgengilegt flestum sem vilja taka þátt. „Á leiðinni verða skemmtistöðvar með ljósum og tónlist, sem skapa einstaka upplifun fyrir alla aldurshópa.“

Ljósadýrð og lýðheilsa einkenna skemmtilegt Norðurljósahlaupið.
Ljósadýrð og lýðheilsa einkenna skemmtilegt Norðurljósahlaupið. Ljósmynd/Eva Björk

Að auki mun rapparinn Emmsjé Gauti sjá um að hita upp hlaupara fyrir hlaup, stóra sem smáa. 

„Að taka þátt í Norðurljósahlaupinu er frábær leið til að hrista af sér skammdegið. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu, eykur orku og bætir skap. Með því að sameina hreyfingu, ljósadýrð og tónlist í þessu hlaupi fá þátttakendur einstaka upplifun sem lýsir upp myrkustu mánuði ársins og stuðlar að betri líðan.“

Skráning í hlaupið er opin til kl. 16:30 þann 8. febrúar 2025 á vefsíðunni nordurljosahlaup.is. Allir þátttakendur fá sérstakan skráningarpakka.

„Hvort sem þú ert vanur hlaupari eða byrjandi, þá er Norðurljósahlaupið frábært tækifæri til að njóta hreyfingar, samfélags og gleði í skammdeginu.“ 

„Þátttakendur fá sérstakan skráningarpakka sem inniheldur hlaupanúmer, glaðning frá 66° …
„Þátttakendur fá sérstakan skráningarpakka sem inniheldur hlaupanúmer, glaðning frá 66° Norður, armband sem blikkar í takt við tónlistina og túpu af andlitsmálningu. Þetta gerir hverjum og einum kleift að vera hluti af ljósasýningunni og stuðlar að skemmtilegri stemningu.“ Ljósmynd/Eva Björk
Ekki láta þig vanta á hápunkt Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar.
Ekki láta þig vanta á hápunkt Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda