Snjalltæki geta raskað svefngæðum

Dr. Erla Björnsdóttir segir snjalltæki geta gefið mikilvægar upplýsingar en …
Dr. Erla Björnsdóttir segir snjalltæki geta gefið mikilvægar upplýsingar en einnig raskað svefngæðum.

Snjalltæki geta gefið mikilvægar upplýsingar um svefn og svefngæði en geta líka stuðlað að áhyggjum af svefninum og þannig skapað vítahring og raskað svefngæðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fyrirlestrinum „Leitin að hinum fullkomna svefni“ sem Dr. Erla Björnsdóttir stóð fyrir hjá Nova í síðustu viku.

Erla er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og hefur rannsakað svefnleysi og svefnvenjur fólks. Hún hefur einnig sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. 

„Góður svefn er grundvallaratriði fyrir líkamlega og andlega heilsu og ýmis snjalltæki hafa notið sífellt meiri vinsælda til að mæla og fylgjast með svefngæðum. Snjalltæki á borð við úr og snjallhringi geta t.d. gefið gagnlegar upplýsingar um hreyfingu, hjartslátt, súrefnismettun í blóð og sum fylgst með svefnstigum, svefnlengd og svefngæðum, öndun og líkamshita. Þannig má fá mikilvægar upplýsingar sem geta nýst við að stefna að betri svefni og þannig aukinni heilsu og vellíðan,“ segir Erla.

Erla hélt fyrirlesturinn Leitin að hinum fullkomna svefni.
Erla hélt fyrirlesturinn Leitin að hinum fullkomna svefni.

Gæti brotist út í svefnþráhyggju

Erla segir þó að gögnin gefi aðeins vísbendingar um gæði svefns og mikilvægt sé að hlusta á líkamann þegar kemur að svefni og heilsu.

„Það getur verið varasamt að leggja of mikla áherslu á tækin og jafnvel brotist út í svefnþráhyggju þar sem ofuráhersla er lögð á að besta niðurstöður tækjanna í stað þess að stefna að góðri hvíld og vellíðan.“ Svefnþráhyggja eða orthosomnia lýsir sér svipað og næringarþráhyggja þar sem áhersla er lögð á rétta næringarinntöku.

Í tilfelli svefns getur slík ofuráhersla á gögn og tölfræði brotist út í kvíða sem fer að hafa áhrif á svefn og þannig haft öfug áhrif.

„Sérfræðingar eru almennt sammála um að hinn fullkomni svefn sé ekki til. Þess vegna er svo mikilvægt að nýta þessi tæki á skynsamlegan hátt, langmikilvægast er að við hlustum á eigin líkama og nýtum tækin til að hjálpa okkur í því.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda