„Maginn minn er breyttur og líkaminn minn allt öðruvísi“

Íris Svava fékk mikið hrós frá fylgjendum sínum.
Íris Svava fékk mikið hrós frá fylgjendum sínum. Samsett mynd

Íris Svava Pálma­dótt­ir, þroskaþjálfi og talsmaður já­kvæðrar lík­ams­ímynd­ar, deildi ein­lægri færslu á In­sta­gram-síðu sinni í gær.

Í færsl­unni ræddi hún um mik­il­vægi já­kvæðrar lík­ams­ímynd­ar og greindi einnig frá þeim miklu lík­am­legu breyt­ing­um sem urðu á meðgöngu og eft­ir fæðingu dótt­ur henn­ar, Sól­dís­ar Hönnu, sem kom í heim­inn þann 3. maí á síðasta ári.

„Já­kvæð lík­ams­ímynd bjargaði lífi mínu“

„Á sjálfs­ást­ar­ferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja lík­ama minn, en eft­ir meðgöng­una, þekkti ég mig varla þegar ég leit í speg­il. Meðgang­an tók sinn toll á lík­amann minn.

Mag­inn á mér orðinn allt öðru­vísi, slit búin að bæt­ast í safnið og ég er búin að missa mik­inn vöðvmassa. En núna, ná­kvæm­lega núna þarf ég á allri sjálfs­ást­inni að halda. Göm­ul hugs­ana­mynst­ur hafa hægt og ró­lega verið að reyna að brjót­ast upp á yf­ir­borðið en ég ætla ekki að leyfa því að ger­ast.

Það tók mig 9 mánuði að búa til heila mann­veru og 9 mánuðum síðar er lík­am­inn minn enn að jafna sig, enn að styrkj­ast. Mag­inn minn er breytt­ur og lík­am­inn minn allt öðru­vísi.

En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyr­ir allt sem hann hef­ur gert fyr­ir mig. Það er eng­in fyrri út­gáfa af mér sem ég þarf að „kom­ast aft­ur í.“

Já­kvæð lík­ams­ímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynn­ast þess­ari út­gáfu af sjálfri mér enn bet­ur, sýna mér mildi og elska mig ná­kvæm­lega eins og ég er. Fyr­ir mig. Fyr­ir dótt­ur mína,“ skrifaði Íris Svava við færsl­una. 

„Aldrei „strögglað“ jafn mikið og þegar ég var ófrísk“

Í viðtali við Írisi Svövu sem birt­ist á Smartlandi um mitt síðasta ár viður­kenndi hún að hafa átt í erfiðleik­um með að taka lík­ama sinn í sátt eft­ir því sem leið á meðgöng­una.

„Ég hef unnið hörðum hönd­um að því að heila sam­band mitt við lík­amann minn, hvernig ég hugsa og tala um hann, hvernig ég næri hann og hvernig ég horfi á hann. Samt hef ég aldrei „strögglað“ jafn mikið og þegar ég var ófrísk.

Mér fannst ég aldrei með nógu fal­lega kúlu og var hrædd um að fólk sæi ekki að ég væri ófrísk. Eins mikið og ég hef þráð að verða ófrísk þá leið mér skringi­lega yfir þessa níu mánuði. En um leið og ég fékk dótt­ur mína í fangið, horfði ég til baka og sá kúl­una í allt öðru ljósi. Þar fékk þessi full­komna, fal­lega og stór­kost­lega stúlka að dafna.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Íris Svava (@iris­svava)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda