Grennti sig og kynlífið varð betra

Daisy Miller Cooper er grínleikkona og sjónvarpsstjarna í Bretlandi.
Daisy Miller Cooper er grínleikkona og sjónvarpsstjarna í Bretlandi. Skjáskot/Instagram

Breska sjón­varps­stjarn­an Daisy May Cooper tók sig í gegn eft­ir fæðingu þriðja barns­ins. Hún seg­ir margt á upp­leið eft­ir átakið, þó ekki brjóst­in.

„Það versta við að grenn­ast er að brjóst­in síkka. Mín brjóst eru eins og tenn­is­bolt­ar í tveim­ur löng­um sokk­um,“ seg­ir Cooper í viðtali við Daily Mail. Hún neit­ar að hafa tekið syk­ur­sýk­is­lyf til þess að grenn­ast.

„Nei, ég er ekki viss um að ég myndi þola að vera óglatt all­an tím­ann.“

Cooper ákvað þess í stað að fylgja ketó mat­ar­ræðinu en það geng­ur út á að borða lít­il sem eng­in kol­vetni til þess að fá lík­amann í fitu­brennslu ástand.

„Það virkaði en ég mæli ekki með því enda fékk ég nýrna­steina af allri fit­unni. Ég var bara að borða ost og kjöt all­an dag­inn. Þrýst­ing­ur­inn á kon­ur að missa kíló er mjög mik­ill. Þetta er galið ástand.“

Cooper tal­ar einnig um hvernig þyngd­artap henn­ar hafi orðið að sér­stöku umræðuefni í sam­fé­lag­inu. Sum­ir hafa bent á að hún hafi verið fyndn­ari þegar hún var feit.

„Það pirr­ar mig mjög. Ég er að lifa heilsu­sam­legra lífi núna. Ég var svo óheil­brigð hér áður fyrr að ég átti erfitt með að anda. Ég ætla sko ekki að verða aft­ur feit bara svo að aðrir geti hlegið.“

„Þá get­ur verið erfitt að vera fræg á sam­fé­lags­miðlum. Maður fær kannski tíu þúsund uppörv­andi skila­boð en svo þarf bara eitt nei­kvætt til þess að það hafi áhrif á mann. Það ásæk­ir mann og ég reyni því að forðast að fara á sam­fé­lags­miðla.“

Cooper vakti mikla at­hygli þegar hún mætti á BAFTA verðlauna­af­hend­ingu 2019 í kjól úr svört­um rusla­pok­um. Mörg­um fannst það snjallt og mik­il ádeila á snobbið á rauða dregl­in­um. Sann­leik­ur­inn var hins veg­ar ann­ar.

„Ég passaði ekki í neitt. Ég fór í fata­búðir og leið hörmu­lega. Þess vegna var ég í rusla­pok­um. Ekk­ert passaði - bók­staf­lega ekk­ert!“

„Á sumr­in svitnaði ég svo mikið og fæt­urn­ir nudduðust sam­an þannig að ég fékk sár. Það var óbæri­legt. Ég þurfti alltaf að vera í hjóla­bux­um und­ir kjól­um. Ég er al­veg hlynnt allri lík­ams­virðingu en þetta var bara ekki gott fyr­ir mig. Ég gafst upp á sjálfri mér. Ég hugsaði ekki vel um mig. Ég var alltaf að grín­ast með þetta en ég var eng­an veg­inn ham­ingju­söm. Ég er ham­ingju­sam­ari núna. Ég vil að mak­inn minn girn­ist mig.“

Cooper seg­ir að þyngd­in hafi haft áhrif á sam­bönd sín.

„Kyn­lífið var ekki upp á marga fiska og ég nennti því ekki. Ég vildi ekki klæða mig upp á því mér fannst ég ekk­ert sæt. Kyn­líf er frá­bært þegar manni líður vel í eig­in skinni. Mér líður vel núna,“ seg­ir Cooper.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda