Heilsusamlegustu kynlífsstellingarnar fyrir konur

Skeiðin virkar einhvern veginn svona.
Skeiðin virkar einhvern veginn svona. mbl.is/Thinkstockphotos

Sál­fræðing­ur­inn og kyn­lífs­fræðing­ur­inn Laura Lee, seg­ir í pistli sín­um á Body&Soul, eft­ir­far­andi stell­ing­ar góðar fyr­ir kon­ur. Sér­stak­lega þegar þær eru á viss­um stað í tíðahringn­um.

1. Skeiðin minnk­ar uppþembu og haus­verki

Þeir sem upp­lifa mikla uppþembu eða vind­gang, annað hvort vegna tíðaverkja eða maga­vanda­mála vita að best sé að forðast all­an bein­an þrýst­ing á maga­svæðið. Þess vegna er skeiðin mjög góð stell­ing í kyn­líf­inu. Sú stell­ing hvet­ur til mjúkra hreyf­inga og virk­ar slak­andi. Þá er skeiðin tal­in góð stell­ing til þess að minnka haus­verk.

2. Öfug­snú­in kú­reka­stelpa fyr­ir aum brjóst

Þetta er þegar kon­an er klof­vega ofan á en snýr í burtu frá þeim sem er und­ir. Þessi stell­ing hlíf­ir viðkvæm­um brjóst­um en sum­ar kon­ur verða mjög aum­ar í brjóst­un­um í kring­um blæðing­ar. Í þess­ari stell­ingu get­ur sá sem er und­ir ekki stol­ist til þess að grípa eða kreista brjóst­in viðkvæmu.

3. Trú­boðastell­ing­in fyr­ir túr­verki

Það létt­ir á túr­verkj­um með því að auka blóðflæði fyr­ir neðan kvið sem svo slak­ar á vöðvum. Þannig létt­ir á verkj­um. Full­næg­ing­ar geta einnig minnkað túr­verki. Gott er að velja þá stell­ingu sem auka lík­ur á full­næg­ingu. Marg­ir mæla með trú­boðastell­ing­unni og halda fót­un­um á lofti t.d. með kodda til þess að minnka þrýst­ing á neðansvæðið.

4. Hunda­stell­ing­in er góð fyr­ir liðina

Gott kyn­líf leys­ir úr læðingi vellíðun­ar­horm­ón lík­am­ans sem hafa já­kvæð áhrif á alla vöðva og liði lík­am­ans. Sér­fræðing­ar mæla með hunda­stell­ing­unni en fyr­ir viðkvæma er gott að setja kodda und­ir hné­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda