Ásdís fastar í 12-14 tíma á dag

Ásdís Ragna Einarsdóttir.
Ásdís Ragna Einarsdóttir.

Ásdís Ragna Einarsdóttir útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hefur rekið eigin viðtalsstofu um árabil þangað sem fjöldi einstaklinga hefur leitað til hennar í ráðgjöf í gegnum árin.

Ásdís hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um land allt, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, m.a. um áhrif og notkun lækningajurta, heilsusamlegt mataræði og fleiri heilsutengd málefni. Ásdís er meðlimur í bresku fagfélagi grasalækna, The National Institute of Medical Herbalists, en starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt.

Markmið Ásdísar er að hvetja skjólstæðinga sína til þess að efla heilsu sína og leiðbeina þeim um heilsusamlegt mataræði, heilbrigðar lífsvenjur og notkun lækningajurta og vinna markvisst að bættri heilsu, jafnvægi og vellíðan. Í Heilsublaði Nettó deilir hún sínum heilsuráðum. 

„Flest vitum við nokkurn veginn hvað við eigum að gera til þess að vera heilbrigð og hraust en það getur verið áskorun að tileinka okkur góðar heilsuvenjur og viðhalda þeim svo við náum þeim árangri og jafnvægi sem við viljum öðlast. Sjálf hef ég reynt að tileinka mér nokkrar einfaldar venjur sem ég get haldið mig við, eins og að passa upp á svefninn, velja lífræna og heilsusamlega fæðu, fasta reglulega og hreyfa mig. Daglega rútínan mín er yfirleitt þannig að ég fasta í a.m.k. 12-14 klst. og byrja svo daginn á nærandi morgunmat sem er oftast grænn þeytingur eða chiagrautur. Svo tekur vinnan við fram að hádegi og þá tek ég góðan göngutúr með hundinn. Hádegismaturinn er svo eitthvað af eftirfarandi: Grænt salat með avókadó og kjúklingi, lax og grænmeti eða súrdeigsbrauð með eggi, geitaosti eða hummus. Ef ég hef þörf fyrir millimál þá fæ ég mér hnetur og dökkt 85% súkkulaði eða epli með möndlusmjöri. Stundum útbý ég latte með kakói, kollageni og möndlumjólk í millimál. Eftir vinnudaginn reyni ég koma inn æfingu, annarri hreyfingu eða útivist. Kvöldmaturinn er ýmist fiskur, lambakjöt, kjúklingur eða baunir með fjölbreyttu grænmeti og góðri ólífuolíu,“ segir Ásdís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda