Svona gerir þú indverskan grænmetispottrétt frá grunni

Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í grænmetisréttaeldamennsku, fyrir 25 árum eða svo, var þetta einn af réttunum sem ég lærði að gera. Það sem er gott við þennan rétt er að öllum í fjölskyldunni finnst hann góður  líka hörðustu kjötætum. Hér er grunnur sem þú getur farið eftir en auðvitað má breyta um grænmetistegundir og baunategundir ef ykkur finnst eitthvað annað betra. Núna standa yfir Heilsudagar í Nettó. Þú getur lesið Heilsublaðið HÉR. 

2 msk. lífræn ólífuolía frá Rapunzel

2 laukar, smátt skornir

4 hvítlauksrif, marin og smátt skorin 

1 sæt kartafla, skorin í litla teninga

1 kúrbítur

1 poki lífrænar kjúklingabaunir frá Oddpods

4 msk. indverskt karrí frá Kryddhúsinu

1 msk. paprikuduft frá Ängla­mark

sjávarsalt frá Ängla­mark eftir smekk og pipar 

2 dósir lífræn kókósmjólk frá Cle­ar­spring

1 ferna lífrænir tómatar frá Ängla­mark

1 teningur af lífrænum grænmetiskrafti frá Rapunzel

2 cm ferskt engifer

ferskt kóríander eftir smekk

Allt sett saman í pott og látið sjóða saman. 

Með réttinum var boðið upp á svart lífrænt kínóa. Það má líka hafa hýðishrísgrjón með eða salat eftir smekk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda