„Dæmigerður dagur í mínu lífi í æfingum, vinnu og mat. Ég er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6:30. Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnu dagur framundan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég er með mína eigin stofu, sem og fjarsálfræðiviðtöl í gegnum netið,“ segir Ragga Nagli heilsusálfræðingur og einkaþjálfari í Heilsublaði Nettó sem kom út í dag:
Morgunmatur!
Morgunmaturinn minn er alltaf eins. Það er alltaf haframjöl og egg. En í allskonar varíasjónum enda er haframjöl eins og auður strigi málarans sem getur breyst í allra kvikinda líki. Bakaður grautur. Kaldur grautur. Grautartriffli. Næturgrautur með chia fræjum. Heitur grautur á gamla móðinn.
Svo toppa ég grautinn alltaf með ávöxtum og hnetu, kókoshnetu eða möndlusmjöri.
Himnesk hollusta hnetusmjörið er í miklu uppáhaldi, bæði gróft og fínt. Monki kasjúhnetusmjörið er algjör dýrð og hvíta möndlusmjörið eins og marsipan og ég gæti klárað heila dollu bara með höndunum.
Svo hef ég mig til fyrir æfingu og um það bil 20 mínútum fyrir æfingu fæ ég mér BCAA blast frá NOW en undanfarið hef ég verið henda matskeið af rauðrófudufti og kreatíni út í, sem hvorutveggja hafa rifið upp þyngdirnar í lyftingunum hjá mér. Kreatín er eitt mest rannsakaða fæðubótarefnið á markaðnum og eykur ATP sem er orkuefnið í hvatberunum. Rauðrófuduft eykur súrefnisupptöku í vöðvum svo við getum æft lengur og kreist út nokkrar endurtekningar í viðbót.
Eftir æfingu fæ ég mér alltaf einföld kolvetni og prótín til að hefja prótínmyndun í vöðvum til að koma af stað viðgerðarferlinu. Þar erum við að horfa á minn heimsfræga hnausþykka prótínsjeik og maískökur.
Síðan hjóla ég í vinnuna en ég vinn sem sálfræðingur á minni eigin stofu í Kaupmannahöfn og tek samtöl þar sem og í gegnum fjarfundabúnað fyrir skjólstæðinga mína á Íslandi.
Hádegis og kvöldmatur! Alltaf samsettur úr prótíni, kolvetnum, fitu og haug af grænmeti og salati.
Prótíngjafarnir mínir eru mestmegnis dauðar skepnur: kjöt/fiskur/kjúklingur en er líka mjög dugleg að borða innmat eins og hjörtu, lifur og nýru. Ólíkt mörgum þá elska ég áferðina og bragðið, og ekki skemmir fyrir að þessar afurðir eru orkubombur og stútfullar af járni, steinefnum og vítamínum.
Ég er með mjög jákvæðar hugsanir um að minnka kjötneyslu útaf umhverfisástæðum og siðferðisvitund, sem mætti alveg ganga betur í verki.
Flókin kolvetni fæ ég úr kartöflum, sætum kartöflum, rótargrænmeti, hrísgrjónum, cous cous, byggi, hirsi og haframjöli.
Ég elska hrísgrjónablönduna frá Himneskri hollustu með brúnum og villtum grjónum.
Þriðjungur af disknum mínum er yfirleitt hlaðinn af grænmeti og salati ég á svo margar uppáhalds uppskriftir eins og bakað rósakál með beikonbitum, grillað brokkolí, heilt bakað blómkál með sinnepi og timjan, tómatfyllt eggaldin og hvítlaukssteikta sveppir.
Fita er olía út á salat, gvakamólí úr avocado, hummus eða muldar hnetur/fræ yfir salatið.
Haframjölsbaka með jarðarberjum og banana
Það er tilvalið að gera stóran skammt af þessari böku og þá geturðu skorið þér einn skammt í morgunmat og hent í örrann og málið er dautt. Engar afsakanir lengur fyrir að borða ekki hollt í morgunsárið og setja þannig tóninn fyrir daginn.
Innihald
150 g MUNA haframjöl
70 g GOOD GOOD Sweet like sugar
1 stór banani sneiddur
200 g jarðarber sneidd
450 ml ósætuð möndlumjólk
1 tsk. lyftiduft
1-2 msk. Cadburys ósætað kakó
Klípa Salt
3 msk. ósætuð eplamús
2 tsk. vanilludropar
1 tsk. Ceylon kanill
60 g kakónibbur MUNA
2 eggjahvítur
1 msk. saxaðar Pekanhnetur
Aðferð
Hita ofn í 180°C
Spreyja eldfast mót sem er c.a 25 cm í þvermál.
Blanda saman öllu þurra stöffinu í eina skál.
Blanda saman öllu blauta stöffinu í aðra skál.
Hella haframjölsblöndunni í eldfasta mótið og dreifa jarðarberjum og banana yfir.
Hella blauta stöffinu yfir haframjölsblönduna og hræra varlega saman með gaffli.
Baka í ofni í 35 mínútur og stilla ofninn á grill. Taka bökuna út og sáldr Sukrin Gold yfir og henda undir grillið í 30-60 sekúndur þar til toppurinn er gullinbrúnn.
Algjört dúndur að gössla sykurlausu hlynsírópi frá GOOD GOOD yfir og hrísgrjónasprauturjóma ef þú vilt senda bragðlaukana í algjöra alsælu.
Eftir æfingu gúmmulaðið mitt er algjörlega heilög stund þar sem ég er vopnuð skeið og gúffa í mig þykkum búðing með horaðri súkkulaðisósu.
Prótínflöff
1 skófla NOW MCT whey prótín
200 g frosin hindber
100 ml ósætuð möndlumjólk
½ tsk NOW xanthan gum
Horuð súkkulaðisósa
2 msk ósætað kakó til dæmis MUNA
4-5 msk. vatn eða mjólk
1 msk Good Good Sweet like Sugar
Aðferð
Hræra saman þar til kakóið gefst upp fyrir kakóinu og blandast saman í flauelsmjúka sósu.
Mauka allt saman með töfrasprota. Skella í hrærivél eða hræra saman með handþeytara.
Drissla horaðri súkkulaðisósu yfir og geggjað að kremja maískökur frá MUNA yfir til að fá kröns undir tönn.
Tandoori kjúklingur
900 g Kjúklingabringur
2 msk. Tandoori paste
1 msk. Tómatpúrra
Tandoori krydd frá Kryddhúsinu
Aðferð
Krydda bringurnar með tandoori kryddi, salti og pipar. Grilla bringurnar á grilli eða í ofni ásamt papriku og rauðlauk. Bera kjúklinginn fram með tzatziki, sætum kartöflum, grillaðri papriku og rauðlauk og góðu salati. Ég nota sykurlaust apríkóskumarmelaðið frá Good Good í staðinn fyrir Mango Chutney með þessum rétt.
Tzatziki
2 msk. Hellmanns Lighter than light mæjónes
2 msk. Örnu grísk jógúrt
Rifin hálf gúrka (bara græna dæmið) kreista mesta vökvann af
2 tsk. Tzatziki krydd Kryddhúsið
Sjávarsalt og pipar
½ tsk. hvítlaukdsduft
Aðferð
Hræra öllu saman í skál.
Bakaðar sætar kartöflur
250 g sæt kartafla skorin í teninga
½ tsk reykt paprika frá Kryddhúsinu
Salt + pipar
Muna ólífuolía
Blanda öllu saman í skál og hella í ofnfast mót og baka í ofni á 200°C