Morgunmatur Kolbrúnar Pálínu

„Margir segja morgunmat mikilvægustu máltíð dagsins, aðrir kjósa að fasta til hádegis og jafnvel lengur. Mikilvægast er að hver og einn finni það sem hentar sér og sínum líkama, segir Kolbrún Pálína Helgadóttir markþjálfi og talsmaður Muna í Heilsublaði Nettó en hér tekur hún saman hugmyndir að næringu til að borða á morgnana: 

Súperfæða í skál

½ frosinn banani

8 tsk. frosin lífræn jarðarber

1 bolli möndlumjólk

1 msk. möndlusmjör frá Muna

1 msk. chia-fræ frá Muna

1 skeið Plant Protein Complex vanilla frá Now.

Aðferð

Blandið öllu vel saman í blandara og hellið í skál. Toppið með fræjum, ferskum berjum, hnetusmjöri, kókosflögum, kakónibbum, múslí eða því sem hugurinn girnist.

Heiðarlegur hafragrautur

1 dl haframjöl frá Muna

1 tsk. chia-fræ frá Muna

2 dl vatn

1 tsk kókosolía

½ tsk kanill

¼ tsk salt

Aðferð

Setjið öll hráefnin í pott og leyfið suðunni aðeins að koma upp, leyfið grautnum svo að taka sig áður en þið njótið. Þegar kemur að því að toppa grautinn er óhætt að segja að möguleikarnir séu óteljandi. Mín uppáhaldshráefni eru hnetusmjör, döðlur, möndlusmjör, múslí, fræ, hnetur, rúsínur ber, banani og kókosflögur og/eða kókosbitinn frá Muna. Grautinn má borða heitan, kaldan, setja í krukku, taka með í nesti, nota sem kvöldsnarl eða hvað sem er. Eitt er víst að orkan gerist varla hreinni og betri.

 

 

Chia-grautur í krukku með súkkulaði ívafi

4 dl möndlumjólk

2 dl chia-fræ frá Muna

2 msk. kakó frá Muna

1 tsk. kanill frá Muna

2 msk. kollagen frá Now

Stevía eða hunang til að sæta grautinn eftir smekk.

Toppaðu grautinn með banana, bláberjum, kakónibbum og karamellubita frá Muna.

Chia-grautur í krukku með hindberjum og kókos

4 dl kókosmjólk

2 dl chia-fræ frá Muna

1 msk kókosmjöl

1 dl frosin hindber

Toppaðu grautinn með ferskum berjum og kókosbitanum frá Muna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda