„Góð heilsa er það dýrmætasta sem við eigum. Þú ert án efa sammála enda varla hægt að vera annað. En hvað er góð heilsa? Og hvað ertu til í að leggja í sölurnar til að eignast góða heilsu? Mögulega skilgreinum við hollustu á misjafnan hátt, enda er skilningur og upplifun á góðri heilsu persónubundinn og háðurtil dæmis markmiðum og metnaði,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringaþerapisti í grein í Heilsublaði Nettó:
Opinber skilgreining á heilbrigði hefur haldist óbreytt frá árinu 1948, þegar Alþjóða heilbrigðisstofnunin setti fram þá fullyrðingu að heilbrigði væri „það að njóta fullkomlega líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðunar en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og heilsubresti.“
Ég er sammála því að við getum verið heilbrigð þó svo að við séum með sjúkdóma eða heilsubresti. Til dæmis tel ég mig vera heilbrigða og við góða heilsu þó að ég sé með undirliggjandi liðagigt. Heilbrigðasta fólk sem ég þekki er með einhverskonar líkamlega heilsubresti en lífsgildin miðast af því að hugsa vel um líkama og sál. Á hinn bóginn þykir mér varhugavert að fullyrða um að heilbrigði sé háð fullkomnun, á hvaða sviði sem er, eins og hin opinbera skilgreining felur í sér. Hvorki þú eða ég getum uppfyllt þá kröfu um að líða alltaf fullkomlega vel. Lífið er svo margbreytilegt og áskoranirnar margar á þessu blessaða ferðalagi lífsins. Við verðum að sjá hlutina í samhengi við aðstæður og getu en passa okkureinnig á að fara ekki í fórnarlambshlutverk og láta alls konar hindranir stoppa okkur.Heilbrigði fjallar ekki bara um líkamlegt hreysti heldur einnig um viðhorf, skilning, þroska, metnað og raunsæi. Það tekur líka tiltengsla okkar og þá upplifun að vera partur af samfélagi og þess að tilgangur sé með því sem við ætlum okkur og förum í gegnum.
Mér finnst mjög hvetjandi að bæði ræða við og fræðast um „100 ára fólkið“ eða svokölluðu „centenarian“. Þetta eru heilbrigðar konur og karlar sem hafa náð þessum háa aldri og jafnvel hærri en 100 ára. Þau búa á svæðum í heiminum nefndum„The Blue Zone“ þar á meðal eru Okinawa í Japan, Hunza héraðið í Pakistan og Sardínía í Miðjarðarhafinu. Ég var svo lánsöm að ferðast til Sardíníu fyrir nokkrum árum síðan vegna framleiðslu breskra sjónvarpsþátta sem fjölluðu um aldur og öldrun.Það sem „Blue Zone“ fólkið á sameiginlegt, er það sem vísindin benda til að séu áhrifavaldar langlífis þeirra, meðal annars er það sykurskert mataræði, góð og holl fita, þar á meðal ólífuolía, regluleg hreyfing, aðallega í líkamlegri vinnu oggöngu á milli staða. Annað sem virðist skipta máli er að þau eru mikilvægur partur af samfélaginu og geta miðlað af lífsreynslu og visku semgefur lífi þeirra tilgang.
Ástæða þess að við eldumst hefur verið og er enn ráðgáta sem er vinsælt viðfangsefni vísinda og ekki síst okkar sem höfum áhuga á að eldast á heilbrigðan hátt og lifa lengi. Genin eru undir smásjá og rýnt er í með hvaða hætti umhverfið hefur áhrif á genatjáningu og lengd og gæði lífs. Markmiðið er að finna náttúrulegar leiðir til að draga úr hraða öldrunar og stuðla að góðu og heilbrigðu lífi í sem lengstan tíma. Heilmikið hefur gerst síðan ég skrifaði metsölubókina 10 árum yngri á 10 vikum árið 2007 en þá var ég einnig upptekin af áhrifum umhverfisþátta á frumur, líffæri og gen. Í dag er enn verið að rannsaka nákvæmlega það sama en við erum komin þó nokkuð lengra í rannsóknarferlinu. Maturinn sem við borðum er enn efst á blaði, þar á meðal amínósýrur og prótein ásamt sérstökum plöntuefnum sem heita skrítnum nöfnum eins og procyanidins (t.d.í kjarnaolíu greipaldins) og polyphenols (t.d. í bláberjum). Vítamín eru líka lífsnauðsynleg, þar á meðal D3-vítamín, sem við vitum að er algjörlega ómissandi fyrir ónæmiskerfið og geðheilsu. Mikið er rætt um metýlerun sem er lífsnauðsynlegt fyrir myndun á frumum og próteinmyndun (amínósýrur), það er talið kveikja á genum, virkja ensím og hafa áhrif á hormóna. Metýl B12-vítamín og B9 eru metýlefni, upptaka á metýl B12-methylcobalamin er best í gegnum slímhúð í munni, annaðhvort sem sogtafla eða sem sprey t.d. frá Better You. D3-vítamín sogast líka mjög vel frá slímhúð í munni sem sprey og ég mæli með að taka í það minnsta 4000 iu (100 mcg) daglega í allan vetur.
Annað sem mikið er talað um eru markviss „yngingar” bætiefni til dæmis Spermidine og Berberine, sem eru bæði lyklar að heilbrigðum frumum og insúlínnæmi. Mataræði er grunnurinn og bætiefni þjóna litlum sem engum tilgangi ef það er ekki í lagi. Ég mæli með lágkolvetna, sykurlausu og bólgustemmandi fæði sem virkar vel á jafnvægi blóðsykurs og á insúlínviðbrögð, það eykur fitubrennslu og fyrirbyggir meðal annars sykursýki 2, háa blóðfitu, hjarta- og æðasjúkdóma og styrkir ónæmiskerfið. Kynntu þér lágkolvetna ketó-mataræðið í Ketóflex 331 bókinni sem inniheldur m.a. fjögurra vikna heilsuprógram.
Ég mæli einnig með því að allir setji sér heilsustefnu og heilbrigð lífsgildi. Mitt ráð er að borða sykurlaust allavega fimm daga vikunnar, hreyfa sig daglega, taka inn nauðsynleg bætiefni og fá að minnsta kosti sjö klst.svefn. Það skiptir líka miklu máli aðkoma vel fram við sjálfan sig og aðra og rækta mikilvæg sambönd. Það á það til að smita út frá sér og hafa jákvæð áhrif á aðra í þínu umhverfi.
Það er hægt að taka heilsuna enn lengra ef maður vill, ég hef persónulega brennandi áhuga á heilsu en það er líka vinnan mín. Ég læt þig vita hvers ég verð vísari í bókunum mínum, ánámskeiðum og víðar. Lífræsi eða „biohacking“ er það nýjasta á alþjóðlega heilsusviðinu, ég verð þó að gorta mig af því að fyrir um 30 árum síðanvar ég ein af þeim fyrstu sem töluðu um það, en sem betur fer er enn fullt að læra og uppgötva.
Það er ekkert sem kemur að sjálfu sér og það á líka við góða heilsu, það verður að hafa fyrir henni og það kostar tíma, fyrirhöfn og pening. Það kostar þó enn meira að gera ekki neitt, allt snýst þetta um forgangsröðun. Ekki er þar með sagt að það sé ekki hægt að stytta sér leið og kaupa til dæmis tilbúna sykurlausa og holla rétti eða skyndibita. Manstu, við þurfum ekki að vera fullkomin í einu eða neinu, ef þú getur unnið þér inn tíma með því að kaupa tilbúið þá er það vel þess virði. Þú getur þá notað tímasparnaðinn í göngutúra, í ræktina og tíma með fjölskyldunni.
Sesarsalatið (fyrir 4-6)
Frábært sem hádegis- eða kvöldverður ef hefur fengið nóg af þungum mat.
400-500 g kjúklingalundir (eða -bringur)
kókosolía og ólífuolía til steikingar
1 msk. malað kummin
1 tsk. gróft salt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
1 haus romaine-salat
20 stórir kapers (eða nokkrar msk minni kapers)
2 msk. möndlur sem legið hafa í bleyti í að minnsta kosti 5 klukkutíma
2 msk. rúsínur sem legið hafa í vatni í að minnsta kosti 5 klukkutíma
200 g ætiþistlar, skornir í tvennt (samsvarar u.þ.b. 3 stk úr dós eða glasi)
20 g fersk skessujurt (má líka nota steinselju)
Aðferð
Steiktu kjúklingalundirnar í olíu og kryddaðu með kummin, salti og pipar. Ef þú notar kjúklingabringur, skerðu þær í hæfilega stærð.
Rífðu romaine-salatið gróft og leggðu í stóra skál eða á diska fyrir hvern og einn.
Bættu við kapers, möndlum, rúsínum, ætiþistlum, skessujurt og svo kjúklingbitunum.
Karrí chili-sósa
3 msk. jarðhnetusmjör
1 msk. karrímauk, Green Curry Paste eða álíka
2 msk. límónu- eða sítrónusafi
1 dl hrein jógúrt eða sojajógúrt sem búið er að renna af (sem sagt ekki of þunnt, gísk jógurt er fín).
1⁄2 dl majónes
1 dl appelsínusafi
1 lítil lófafylli ferskur kóríander
1 tsk. salt
Aðferð
Settu allt í blandara og láttu hann keyra á fullum krafti í eina mínútu. Settu hæfilegt magn af sósunni á salatið. Gott er að hafa vel stökkt beikon með.
Skelfisksalat með mangó og avókadó (fyrir 4)
Afar vinsælt salat á mínum bæ, sem hádegissalat, forréttur og þegar vinkonurnar koma í heimsókn.
1-2 mangó
2 avókadó
smávegis sítrónusafi
kókosolía og ólífuolía til steikingar
400 g hörpuskel (fersk eða frosin)
400 g risarækjur
1 búnt / lófastærð,ferskur kóríander, grófsaxaður
Aðferð
Skerðu mangóið í tvennt meðfram steininum beggja vegna. Skerðu raufar í kjötið, fyrst langsum og svo þversum og ýttu svo mangóteningunum úr hýðinu.
Flysjaðu avókadóin, taktu steinana úr og skerðu í báta. Dreifðu sítrónusafa yfir kjötið svo það aflitist ekki.
Svitaðu fyrst hörpuskelina í olíunni (blöndu af kókos- og ólífuolíu), á sjóðheitri pönnu í ca 1⁄2 mínútu á hvorri hlið og leggðu á disk. Þú sérð það, þær mega ekki vera hráar og alls ekki of steiktar.
Gerðu eins með rækjurnar. Þegar skelfiskurinn er orðinn kaldur raðar þú skelfisk,avókadó og mangó fallega á fat.
Salatsósa
3 msk. ólífuolía
1⁄2 msk. tamarisósa
2 msk. hnetusmjör
4-5 dropar fiskisósa (fishsauce)
safi og börkur af 1 lífrænni sítrónu
1 búnt ferskur kóríander
1⁄2 msk smásöxuð fersk engiferrót
1 dl vatn (ef þú vilt hafa sósuna sætari má nota ananas- eða appelsínusafa í staðinn fyrir vatn eða 50:50)
1 hnífsoddur cayenne-pipar
gróft salt
Aðferð
Settu öll hráefnin, nema kóríanderinn, í blandara og láttu ganga þar til áferðin er slétt og falleg (þú getur líka notað töfrasprota). Smakkaðu og athugaðu hvort vanti salt eða meiri sítrónusafa.
Helltu sósunni yfir salatið og settu ferskan kóríander yfir.