Kolbrún Pálína Helgadóttir, markaðskona og markþjálfi, leggur mikla áherslu á að vakna vel og fallega, eins og hún orðar það. Hún vill vera laus við stress og morgunstæla. Hún deilir sínum hugmyndum um rútínuna í Heilsublað Nettó:
„Huggulegt magn af stressi getur verið skemmtilegt, hvetjandi og, já, í raun bara eðlilegt. Fari það yfir þolmörkin fer líkaminn að bregðast við með alls kyns varnarviðbrögðum sem leiða af sér slæma ávana hvað varðar næringu. Hver og einn þarf svo að finna sín mörk,“ segir Kolbrún Pálína.
Kolbrún Pálína segir að núna sé rétti tíminn fyrir sjálfsskoðun.
„Fyrir þau ykkar sem hafið ekki þorað að staldra nægilega lengi við til að skoða eigin líðan eða anda ofan í maga, þá er haustið 2022 algjörlega frábær tími til þess. Það er nefnilega aldrei of seint og það þarf ekkert prógramm, aðeins nokkrar mínútur á dag með sjálfum sér.“
Kolbrún ráðleggur fólki að byrja á því að setja saman stutta rútíu fyrir svefninn.
„Eins og til dæmis að þvo og næra húðina vel, drekka einn tebolla í rólegheitum, taka inn magnesíum, bursta tennur og taka til föt, æfingatösku og/eða vinnutösku fyrir næsta dag,“ segir Kolbrún Pálína og vill meina það að byrjun dagsins segi mikið um það hvernig dagurinn verði.
„Stilltu klukkuna örlítið fyrr en venjulega og andaðu örlítið dýpra á koddanum á meðan þú vaknar í rólegheitum. Fötin bíða þín og allt er klárt!“
Margir byrja daginn á að drekka glas af vatni fyrir fyrsta kaffibollann og þá er gott að láta vatnið standa yfir nótt og drekka það við stofuhita.
„Ekki er verra að kreista smá sítrónu út í og vökva líkamann vel. Svo er það uppáhaldsaugnablik dagsins fyrir mér: Kaffibollinn.“
Kolbrún bragðbætir oft kaffið á haustin.
„Jafnvel sameina ég kaffi og góða næringu í kaffibústi og tek með mér í bílinn og nýt þess á meðan ég rúlla í vinnuna. Það eru nefnilega litlu hlutirnir í lífinu sem skapa stóru myndina. Spurningin er bara: Hvaða litlu hlutir gera daginn þinn betri?“
Hér eru nokkrir af mínum uppáhaldskaffibollum.
Kryddaður
1 bolli sterkt kaffi (einnig má nota kryddað te, t.d. chai, kanilte eða túrmerikte)
2 tsk. möndlusmjör frá MUNA
1 tsk. kanill frá MUNA
½ tsk. túrmerik frá MUNA
Pipar
Kollagen
Blandið öllu varlega saman í blandara. Gætið þess að heiti vökvinn kólni aðeins áður en hann fer í blandarann.
Heitur
1 bolli sterkt kaffi
2 tsk. möndlusmjör frá MUNA
2 tsk. kollagen
1 tsk. kanill frá MUNA
1 daðla frá MUNA
Blandið öllu varlega saman í blandara. Gætið þess að heiti vökvinn kólni aðeins áður en hann fer í blandarann.
Sterkur
1 banani
1 bolli sterkt kaffi
2 tsk. hnetusmjör frá MUNA
1 msk. súkkulaði- eða vanilluprótein eftir smekk frá NOW
3–4 ísmolar
1 bolli Isola möndlumjólk
Blandið öllu varlega saman í blandara og hrærið þar til blandan er orðin silkimjúk.