Blaðamaður NY Times heimsótti Lilju Pálmadóttur og Baltasar Kormák í glæsihöllina Hof. Í viðtalinu kemur fram að hún hafi keypt jörðina árið 2002 og borgað 28 milljónir fyrir hana.
Heimili þeirra hjóna var hannað af arkitektunum Steve Christer og Margréti Harðardóttur á Studio Granda. Bygging hússins hófst árið 2005 og lauk tveimur árum seinna. Það var ekki gefins að reisa húsið og kemur fram í The New York Times að það hafi kostað í kringum 100 milljónir að reisa það.
Í viðtalinu segir Lilja að hún hafi lagt mikið upp úr því að eiga hús sem þarfnaðist lágmarks viðhalds. Hún vildi til að mynda ekki þurfa að mála það eða fúaverja það á hverju ári.
Íslenski ljósmyndarinn Baldur Kristjáns myndaði húsið að innan og utan. Hægt er að skoða myndirnar á vef The New York Times.
HÉR er greinin í The New York Times.