Eva Dís Þórðardóttir og Særún Ósk Pálmadóttir voru himinlifandi með Cucu klukkurnar sem þær unnu í leik Smartlands og Módern.
Á dögunum fór Smartland af stað með leik í samstarfi við húsbúnaðarverslunina Módern. Í vinning voru tvær Cucu klukkur frá Diamantini & Domenicon.
Klukkurnar eru hannaðar af ítalska hönnuðinum Pascal Tarabay og hafa notið mikilla vinsælda um allan heim. Klukkurnar höfða til fólks á öllum aldri enda sótti hönnuðurinn innblástur í fyrri tíma þegar hann hannaði þær.
Við óskum Evu Dís og Særúnu Ósk innilega til hamingju.