Við Brekkugerði í Reykjavík stendur sögufrægt hús eftir arkitektinn Högnu Sigurðardóttur. Húsið er á tveimur hæðum en það var byggt 1963.
Högna lauk prófi í byggingarlist árið 1960 og hlaut verðlaun Beaux Arts-skólans og sérstök verðlaun frá franska arkitektafélaginu.
Í starfi sínu hefur Högna haft sínar ákveðnu hugmyndir og verið í framvarðarsveit nútímaarkitekta. Hugmyndir hennar hafa birst í einbýlishúsum sem hún hefur teiknað og vakið hafa mikla athygli og fengið verðskuldaðar viðurkenningar.
Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki.
Að innan er húsið heill ævintýraheimur enda ekki á hverjum degi sem fólk gengur inn í hús þar sem sundlaug blasir við ásamt fallegu grjóti, steinum og við.
HÉR er hægt að skoða húsið betur.