Jafnrétti og bræðralag í hönnun

Svanur Bryndísar Bolladóttur og Önnu Margrétar Sigurðardóttur.
Svanur Bryndísar Bolladóttur og Önnu Margrétar Sigurðardóttur.

Textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir og grafíski hönnuðurinn Anna Margrét Sigurðardóttir hugsuðu um jafnrétti og vinskap þegar þær hönnuðu veggfóður og prentlistaverk þar sem svanurinn nýtur sín í allri sinni dýrð. Samstarfið kalla þær Verum vinir. Svanurinn er í forgrunni í þessu verkefni og heillaði flesta upp úr skónum á HönnunarMarsi.

Svanur, unninn úr svampi og gæru, var hannaður af Bryndísi og sýndi hún hann fyrst í byrjun árs 2011. Svanurinn fékk framhaldslíf þegar Bryndís og Anna Margrét fóru að vinna saman. Úr varð dásamlegt veggfóður þar sem svanurinn sýnir sínar bestu hliðar. Í fjarlægð mynda svanirnir grafískt munstur en þegar nær er komið sést vel hvaða fuglategund er þarna á ferð.

Auk veggfóðursins hönnuðu þær áprentaða svani sem fallegt er að skreyta veggi með.

Svanurinn vakti lukku á HönnunarMarsi.
Svanurinn vakti lukku á HönnunarMarsi.
Svanurinn í veggfóðri, bróderíi og úr svampi og gæru.
Svanurinn í veggfóðri, bróderíi og úr svampi og gæru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda