Ragnheiður Tryggvadóttir vöruhönnuður sýndi á nýliðnum Hönnunarmars línu eldhúsáhalda úr birkikrossvið, tágum og sísalsnæri. Spaðar og sleif eru skorin út úr flatri plötu, formið þvingað saman og bundið með snæri. Pískurinn er unninn á sama hátt, nema þar eru tágar sveigðar saman og bundnar með snæri.
Ragnheiður vinnur nú að frekari útfærslu áhaldanna og framleiðslu þeirra hér á landi og er von á þeim á markað áður en langt um líður. Nánari upplýsingar er að finna á www.ratdesign.is og á facebook undir Ratdesign.
HÉR er hægt að skoða áhöldin.