Eitursmart hönnunarlína frá IKEA

Kertastjakar úr PS línunni frá IKEA.
Kertastjakar úr PS línunni frá IKEA. Ljósmynd/IKEA

Ikea PS er lína af hönnunarvörum sem kemur út á nokkurra ára fresti. Sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1995 og sú nýjasta er sjöunda í röðinni. Línan er hönnunaryfirlýsing IKEA og var fyrst kynnt til sögunnar til að styrkja þann hluta kjarna viðskiptahugmyndar IKEA að fyrirtækið sé fyrst og fremst hönnunarfyrirtæki. PS, sem stendur fyrir Post Scriptum, beinir athyglinni að nýstárlegri skandínavískri hönnun án þess að missa sjónar á því sem gerir IKEA einstakt; hagkvæmri gæðahönnun fyrir fjöldann.

Hönnuðir IKEA PS 2012 voru beðnir um að sækja sér innblástur í 60 ára sögu IKEA og, frekar en að horfa bara í baksýnisspegilinn, færa hönnunina til nútímans með því að bæta og færa í nýjan búning form, notagildi og hráefni – og allt með sjálfbærni í huga. Allt þurfti þetta svo að vera hagkvæmt þar sem það er stefna IKEA að hönnun – jafnvel sérstök hönnun eins og IKEA PS – eigi heima á venjulegum heimilum.

Ljósmynd/IKEA
Ljósmynd/IKEA
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda