125 milljóna glæsivillan seld

Smáragata 7 að utan.
Smáragata 7 að utan. Ljósmynd/Eignamiðlun

Fyrirtæki Erlu Bjargar Guðrúnardóttur, Marz Sjávarafurðir, keypti húsið á Smáragötu 7 sem kom á sölu í byrjun apríl. Erla Björg er gift Sigurði Ágústssyni og eru þau búsett í Stykkishólmi.

Húsið, sem teiknað var af Gunnlaugi Halldórssyni, vakti athygli þegar það kom á sölu því húsið er eitt af glæsilegustu húsum miðbæjarins og hefur því verið vel við haldið. 

Í húsinu er til að mynda afar fallegur eikarstigi sem er í sinni upprunalegu mynd ásamt fiskibeinaparketi sem prýðir stofur. HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

Ljósmynd/Eignamiðlun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda