Finnst þér þú dorma gegnum lífið, smurð með lifrarkæfu? spyr Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og hjúkrunarfræðingur, sem er með þættina Leiðir til lífsorku á MBL Sjónvarpi. Taktu prófið og athugaðu hvort þú getir ekki bætt líf þitt.
1. Hversu meðvituð ertu um líf þitt og umhverfi á skalanum 1-10? Er svarið á bilinu 1-5?
2. Lestu oft rangt í aðstæður og túlkar þær eftir því?
3. Reynirðu oft að koma ábyrgð yfir á aðra þegar þú lendir í útistöðum?
4. Finnst þér oftast að þú gerir ekki mistök?
5. Veltur hamingja þín á því að hlutirnir fari eins og þú vilt?
6. Hikarðu við að sækjast í alvöru eftir því sem þú veist innst inni að er það rétta fyrir þig?
7. Finnst þér þú oft rugluð, ráðvillt og gleymin?
8. Bregstu oft harkalega við á tilfinningalega skalanum?
9. Finnst þér auðvelt að fela þig undir sæng og gleyma öllu?
Svarirðu aðeins tveimur af þessum níu spurningum játandi hefðirðu eflaust gott af svo sem eins og einum Þyrnirósarkossi eða jafnvel tíu. Þú þarft að vakna, taka líf þitt föstum tökum, sem og heilbrigði þitt.
Hér er uppskrift að góðgæti frá Þorbjörgu sem ætti að gagnast þeim sem vilja vakna til lífsins og lifa lífinu lifandi.
3-4 fínrifnar gulrætur
150 g ristaðar jarðhnetur eða möndlur
100 g kókosmjöl eða ristaðar kókosflögur, t.d. frá Rapunzel
75 g rúsínur, goji-ber eða moltu-ber
2 msk sítrónusafi, t.d. frá Beutelbacher
ögn af vanilludufti, t.d. Bourbon frá Rapunzel
Öllu blandað saman í skál.