Íslenskt ljós í H&M-auglýsingu

Ljósið á heimasíðu H&M.
Ljósið á heimasíðu H&M. Heimasíða H&M

Íslenskri hönnun bregður fyrir á heimasíðu H&M þessa dagana en ljós frá Dottir & Sonur er þar notað í stílíseringu. Dottir & Sonur er hönnunarfyrirtæki í eigu Íslendinganna og hjónanna Tinnu Pétursdóttur og Ingva Guðmundssonar. Ingvi er vefhönnuður og Tinna er grafískur hönnuður með mastersgráðu í umbúðahönnun.

Ljósið hefur vakið mikla athygli síðasta árið og meðal annars birst í sænska Elle og á hönnunarsíðum.

Þau hjónin búa og starfa í Þýskalandi og reka þar einnig pökkunar- og geymslufyrirtæki fyrir íslenska hönnuði og hönnunarfyrirtæki, Boxer Nation.

HÉR má sjá ljósið og fleiri vörur frá Dottir & Sonur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda