Söngkonan Birgitta Haukdal festi kaup á húsinu á Bakkaflöt 3 í Garðabæ í apríl 2008 ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Einarssyni lögmanni. Þegar Birgitta og Benedikt keyptu húsið hafði það verið í eigu sama aðila frá 1970 og þarfnaðist mikilla endurbóta. Skipt var um eldhús, baðherbergi og voru öll gólfefni endurnýjuð svo eitthvað sé nefnt. Auk þess voru gluggar að utan síkkaðir og húsið málað í hólf og gólf.
Bakkaflöt er vinsæl hjá fjölskyldu Benedikts, Engeyjarættinni. Faðir hans, Einar Sveinsson, býr á Bakkaflöt 10 og stóri bróðir, Hrólfur, á Bakkaflöt 8. Auk þess býr náfrændi Benedikts, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Bakkaflöt 2 ásamt fjölskyldu sinni.
Nú eru Birgitta og Benedikt flutt til Barcelona ásamt syni sínum og vantar leigjanda. HÉR er hægt að skoða húsið nánar.