Tími heitra spænskra lita er að renna upp á íslenskum heimilum. Norræn hönnunartímarit og hönnun, einkum með sænskum og dönskum heimilum, er skiljanlega það sem Íslendingar hafa sótt innblástur í og það hefur verið sannkallað „Bo Bedre“ yfirbragð hérlendis um langt skeið.
Spánn og spænsk hönnun er afar frumleg á þessu sviði. Spánverjar hafa einstakt lag á að blanda saman ólíkum húsgögnum, mynstrum og litum. Þeir eru ekki fastir í því að blanda saman „gömlu og nýju" - hreinni antik og því nýjasta - og láta þar við sitja heldur taka þeir skrefið lengra og fara í öll möguleg tímabil.
Það er því alveg óhætt að fara að flísaleggja gólf, finna spænskt útlítandi mottur sem og hitt og þetta í gulum, appelsínugulum og rauðum litatónum.
Þeir sem þekkja lítið til spænskra heimila má benda á hið gullfallega spænska Elle Decor.