Frönsku kaffihúsastólarnir komnir til Reykjavíkur

Frönsku kaffihúsastólarnir Model A frá Tolix hafa verið áberandi í tískublöðum og á hönnunarbloggum síðustu ár. Það er til dæmis varla hægt að fara inn á sænskt hönnunarblogg án þess að rekast á þessa sætu stóla sem koma í meira en 50 litum.

Vinsældir stólanna hafa verið óslitnar frá árinu 1934 en þá var fyrsti stóllinn framleiddur. Í dag er stóllinn til sýnis á öllum helstu söfnum heims sem og Vitra Design Museum í Þýskalandi, MOMA safninu í New York og Pompidou Center í París.

Hönnuður stólsins var hugsjóna- og uppfinningamaðurinn Xavier Pauchard. Hann var frumkvöðull á sviði galvaniseringar í Frakklandi. Árið 1927 skrásetti hann Vörumerkið TOLIX og hóf framleiðslu á stólum, kollum og húsgögnum framleiddum úr járni. Þar sem stólarnir voru í senn, léttir, þægilegir og auðveldir í þrifum rötuðu þeir fljótt inn á stofnanir svo sem sjúkrahús og verksmiðjur. Auk þess nutu þeir vinsælda á kaffihúsum og veitingastöðum um allan heim. Penninn er farinn að selja stólana sem hlýtur að vekja kátínu hjá hönnunarmeðvituðum skvísum og stælgæjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda